Saga - 2012, Side 84
taka upp ræktun.34 Grænkál var flutt á allar hafnirnar, kálrabi og
rófur af margvíslegu tagi voru einnig algengar. Á Básendum vildu
menn reyna fyrir sér með tóbaksræktun og fluttu inn tóbaksfræ,
sem og Gummi arabicum.35 Hvorug þessara plantna var pöntuð til
Patreksfjarðar, en þar mátti auk áðurnefndra tegunda sjá salat,
rauðbeður, norskar næpur, radísur, sellerí og spínat. Einnig voru
keyptar þangað kryddjurtirnar merían, timían og steinselja og teg-
undir eins og karsi, kjörvel, laduk36 og matrem37. Tilraunir höfðu
verið gerðar með ræktun flestra þess ara tegunda áður í landinu.
Þorri landsmanna lifði sem áður segir af mjólkurafurðum, kjöti
og fiski á 18. öld. En auk þess sem heima fékkst voru líka fluttir inn
sérpantaðir ostar, áll og reykt flesk, vörur sem lítt voru þekktar inn-
anlands. Hægt er að nafngreina suma þeirra sem pöntuðu þessar
vörur og voru þeir flestir starfandi við verslunar stað ina: kaupmenn,
verslunarþjónar eða beykjar. Ostar voru fluttir inn frá Hollandi og
Holt seta landi. Einn starfsmað ur Hólmsverslunar keypti sér reykt an
ál og annar pantaði þangað smjör. Oddur Hjaltalín lögmaður, sem
bjó í Reykjavík, pantaði sér sauðaost sem og verslunar þjón arnir í
Grindavík og Hólm inum. Síðast en ekki síst má sjá að hinir dönsku
íbúar í verslunarstöðunum gátu margir hverjir ekki án reykta flesks-
ins verið og var allnokkuð flutt af því til um fjórðungs hafna lands-
ins.38 Gjarnan voru þessar sérvörur keyptar á sömu höfnunum.
hrefna róbertsdóttir82
34 Björn Halldórsson flutti frá Sauðlauksdal að Setbergi á Snæfellsnesi árið 1782.
Þegar komið var fram um 1792 var lítið orðið um matjurtarækt í Barða -
strandarsýslu. Sjá nýlega umfjöllun um fyrstu áratugi grænmetisræktunar á
Íslandi: Lbs.-Hbs. Fanney Hólmfríður Kristjánsdóttir, Af Guðsmönnum og
grænum fingrum. Prestar í viðreisn jarðyrkjunnar á Íslandi 1754–1764. Viðhorf,
hlutverk og áhrif. BA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2010, bls. 9–14,
16–17, 30–31 og 40–42. http://hdl.handle.net/1946/5064; Lbs.-Hbs. Jóhanna Þ.
Guð munds dóttir, „Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?“, bls.
18–20, 25–26, 30, 35, 39 og 65–66.
35 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 9 (Básendar). Tóbaks -
ræktun var einnig reynd í Viðey á vegum Skúla Magnússonar landfógeta upp
úr 1750 en án árangurs.
36 Laduk mun vera káltegund, sbr. www.ordnet.dk. Ordbog over det danske sprog.
Historisk ordbog 1700–1950.
37 Matrem er blóm sem notað var sem lækningajurt. Sjá www.ordnet.dk. Ordbog
over det danske sprog. Historisk ordbog 1700–1950.
38 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 5 (Eyrarbakki), 8
(Grindavík), 18 (Hafnarfjörður), 21–22 (Hólmur), 31 (Stapi), 37 (Stykkishólmur
vegna Skagastrandar), 44 (Patreksfjörður).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 82