Saga - 2012, Síða 85
Löngum hefur verið talað um að hveiti hafi lítið sem ekkert verið
til í landinu á 18. öld.39 Listarnir yfir sérpantaðar vörur staðfesta það
hvað magnið varðar, en þó var eitthvað flutt inn af hveiti á tvo þriðju
allra hafna landsins, oftast sem sérpöntun fyrir einstaka viðskipta-
vini. Það þekktist því víða um land. Þar var bæði á ferðinni hveiti af
bestu tegund, fínt hveiti, enskt hveiti og lélegra hveiti. Alls nam inn-
flutningurinn um 60 líspundum þetta árið, sem munu vera um 480
kg.40 Árlegur innflutningur á mjöli og brauði til landsins nam þá ríf-
lega 2100 tonnum, sem er töluvert meira, og ljóst að hveitið var veru-
leg munaðarvara.41 Einnig er áberandi að hveiti var jafnan sérpantað
af ákveðnum aðilum, helmingurinn var nafngreindur. Það voru
oftast starfsmenn verslunarinnar, kaupmenn, verslunarþjónar (d. ass-
istent), aðstoðarverslunarþjónar (d. underassistent) og beykjar. Aðrir
eru ekki tilgreindir en mismunandi var eftir höfnum hvort pöntun-
arvaran var aðgreind eftir viðskiptamönnum eða ekki.42 Hveitið var
ekki hluti af vörunum sem kaupmaðurinn almennt pantaði til að
eiga í versluninni, eins og var um sumar aðrar vörur.
Nokkrar tegundir grjóna voru fluttar inn, en þau voru töluvert
dýrari en hveitið og minna flutt inn af þeim. Á boðstólum voru finn-
merksk grjón, perlugrjón, hrísgrjón, mannagrjón og sagógrjón. Tvær
síðastnefndu tegundirnar voru langdýrastar og voru sagógrjónin t.d.
átta sinnum dýrari en hveitið.43 Hrísgrjón voru flutt á meirihluta hafna
munaðarvara og matarmenning 83
39 Sjá t.d. Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 202; Guðmundur Jónsson,
„Changes in Food Consumption in Iceland, 1770–1940“, bls. 25. Guðmundur
nefnir að rúgur og bygg hafi verið einu mikilvægu korntegundirnar. Einnig
birta innflutningsskýrslur þessa mynd af mjölinnflutningi til landsins.
40 Eitt líspund er 8 kg. Sjá yfirlit yfir gamlar mælieiningar: Hagskinna, bls. 922–923.
41 Mjölinnflutningur til landsins almennt 1784 var í tonnum talið sem hér segir:
rúgur (1.144), rúgmjöl (537), grjón (37), hveitibrauð (14), svartabrauð (37), bygg
(280), annað mjöl (106 tonn). Alls: 2155 tonn. Sjá Hagskinna, bls. 441 (Tafla 10.5.
Verðmæti og magn innfluttra vörutegunda 1625–1819).
42 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 2 (Vestmannaeyjar,
bestill.), 8 (Grindavík, assistent), 10 (Básendar, bödker), 13 (Keflavík, bestill.),
17 (Hafnarfjörður, bestill.), 21–22 (Hólmur, bödker, assistent, underassistent), 31
(Stapi, bestill.), 35 (Grundarfjörður, bestill.), 39 (Flatey, bödker), 44 (Patreks -
fjörður, bestill.), 48 (Bíldudalur, commissionsgods), 61 (Hofsós, bestill.), 65
(Eyjafjörður, commissionsgods), 72 (Reyðarfjörður, underassistent), 75 (Beru -
fjörður, kiöbmanden).
43 Sagógrjón voru flutt inn til sjö hafna landsins: DRA. Real.komm. 455.
Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 3 (Vestmannaeyjar), 17 (Hafnarfjörður), 30
(Stapi), 34 (Grundarfjörður), 40 (Flatey), 45 (Patreksfjörður), 64 (Eyjafjörður).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 83