Saga - 2012, Side 89
til í landinu eftir nokkurra áratuga grænmetisræktun.54 Mismun -
urinn á uppskriftunum fyrir fyrirfólk og undirfólk var t.d. sá að í
hinar vandaðri blóðpylsur voru settar rúsínur, pipar, negulnaglar
og fleira af hinum innfluttu kryddum og þurrkuðu ávöxtum, en
almenningsútgáfan var án allra þessara innfluttu gæða. Bókin
stendur þannig vel undir því að vera ætluð heldri manna húsfreyj-
um.
Ýmislegt breyttist í matarmenningu Evrópu á árnýöld og er
fróðlegt að sjá í þessari sérpöntunarbók margt sem einkenndi þær
breytingar. Krydd fór að flytjast inn til Evrópu og verða hluti af
fínni matarmenningu, auk þess sem heitir drykkir eins og te, kaffi
og súkkulaði og fjölbreyttari tegundir ávaxta og grænmetis fóru að
verða á borðum ákveðins hóps manna. Margar af þessum vörum
komu úr fjarlægum heimsálfum og varð mikil breyting á heimsvísu
í kjölfar neyslu þeirra og vinsælda á Vesturlöndum. Þessir matar-
hættir urðu fyrst áberandi í þéttbýlli löndum Evrópu, eins og
Hollandi, Englandi og Frakklandi, og voru hluti af borgarmenn-
ingu. Almenningur lifði mest af kornvörum, en þó fór kjötneysla
vaxandi eftir því sem á leið. Höfuðeinkenni á evrópskri matarmenn -
ingu þessa tíma eru þó mikil félagsleg skipting og landfræðilegur
fjölbreytileiki.55
Byggingarvörur, borðbúnaður, eldiviður og föt
Nokkur vandi er að lýsa innflutningsvörunum þannig að heildar-
mynd fáist af úrvali og umfangi hins fjölbreytta sérpantaða varn-
ings. Hann var af margvíslegu tagi, allt frá akkerum og speglum til
gullsnúra og reykelsis. Verðmæti samanlagðra pöntunarvara árið
1784 var 4.085 ríkisdalir.56 Heildarinnflutningur til landsins þetta ár
var að verðmæti um 298.835 ríkisdala.57 Sérvöruinnflutningurinn
þetta ár hefur því numið um 1,4 % af heildarverðmæti innflutnings
munaðarvara og matarmenning 87
54 Laukur, gulrætur og kartöflur höfðu verið í ræktun um nokkurt skeið þegar
komið var fram á 9. áratug 18. aldarinnar. Sjá Lbs.-Hbs. Jóhanna Guðmunds -
dóttir, „Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?“, m.a. bls. 13 og
38–39.
55 A Cultural History of Food in the Early Modern Age. 4. Ritstj. Beat Kümin
(London, New York: Berg 2012), bls. 5–9 og 185–199.
56 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 79.
57 Verðmæti innflutningsvara í Hagskinnu er sett fram í gömlum krónum en ekki
ríkisdölum. Innkaupsverð alls varnings árið 1784 er skráð vera 597.671 gamlar
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 87