Saga - 2012, Síða 91
almenna verslunartaxtanum, þar sem nauðsynjavörurnar voru í
fyrir rúmi. Það er eftirtektarvert að aðeins minnihluti vörutegund-
anna var fluttur á margar eða flestar hafnir landsins. Í hverri höfn
voru ljóslega margskonar sérþarfir, sem gætu t.d. hafa helgast af
tímabundnum framkvæmdum eða þörf fyrir áhöld til ákveðins
handverks. Til að gefa nokkra mynd af vörunum sem keyptar voru
verður farið nokkrum orðum um hvern og einn þessara flokka.
Allmikið úrval af fjölbreyttum varningi til bygginga, viðhalds og
hafnargerðar var stór hluti innflutningsvarningsins á nærri öllum
höfnum landsins.58 Hvítur sandur var t.d. fluttur til helmings hafn-
anna. Mögulegt er að sandurinn hafi verið notaður í múrlím, en það
hefði t.d. verið notað í undirstöður húsa og í bindingsverksveggi.59
Sandur var einnig notaður í tengslum við blek og skriftir,60 en
umfangið hér bendir fremur til byggingarnota.61 Einnig voru keypt-
ar talíur, gluggar, rúður, lásar, múrsteinar, fjalir, hamrar, naglar og
slípisteinar svo nokkuð sé nefnt. Lítið bar á almennu byggingarefni,
enda var það að jafnaði flutt inn til landsins sem taxtavara. Auk þess
var nokkuð af járnverkfærum af margvíslegu tagi. Endurbætur á
höfnunum á Eyrarbakka og í Hafnarfirði stóðu greinilega fyrir dyr-
um og voru flutt inn akkeri, járnhringir og fleira til þeirra fram-
kvæmda.62
Kalk, málning og litarefni var flutt inn til flestra hafna landsins,
kalkið var algengast. Tjörukústar og penslar voru einnig þarna á
meðal. Línolía var flutt á átta hafnir en litarefni til íblöndunar á
nokkru fleiri. Líklegt er að þessar vörur hafi verið til viðhalds versl-
unarhúsunum, sem voru nær einu timburhús landsins, en einnig
munaðarvara og matarmenning 89
58 Stapi og Reykjarfjörður voru þar undantekningar.
59 Munnlegar upplýsingar frá Þorsteini Gunnarssyni arkitekt, október 2012.
Þorsteinn telur hugsanlegt að svarti sandurinn hafi ekki hentað í múrlímið, en
hann hefur ekki rekist á innflutning sands fyrir þau átjándualdar-steinhús sem
hann hefur séð um endurbyggingu á og rannsakað byggingarsögulega. En
eitthvað var flutt inn af sandi til stækkunar dómkirkjunnar um miðja 19. öld.
60 Munnlegar upplýsingar frá Christina Folke Ax sagnfræðingi um sandnotkun
við að þurrka blek.
61 Á Hofsósi, þar sem mest var keypt af hvítum sandi, var nýtt pakkhús byggt
árið 1783 og nýtt geymsluhús árið 1784. DRA. Real.komm. 455. Regnskaber for
handelen ved diverse islandske havne 1787–1788, nr. 431. Inventar Anno 1788
14. July på Hofsoes Handelstæd.
62 DRA Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 4–5 (Eyrarbakki),
16–17 (Hafnarfjörður).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 89