Saga - 2012, Qupperneq 94
Sérhæfður varningur fyrir starfsemi Innréttinganna var stór hluti
af innflutningi til Hólmshafnar. Þangað voru flutt inn margvísleg tól
og tæki til vefnaðarvefsmiðjanna, litunarverkstæðisins, lóskurðar-
stofunnar og þófaramyllunnar.65 Veita þessir listar mikilvægar
upplýsingar um áhöld og verkhætti til viðbótar við það sem finna
má um starfsemi verkstæðanna í úttektum á starfsemi þeirra,66 þar
sem lítið hefur varðveist af heimildum um síðustu áratugina í starf-
semi Innréttinganna. Augljóst er líka af sérpöntunarvörum í Hólms -
höfn að þar voru fleiri handverksmenn en í öðrum verslunarstöðum
landsins. Pantaðar voru sérhæfðar vörur til bókbands og smíða til
viðbótar við vörur til Innréttingaverkstæðanna.67 Lítið sást af slík-
um innflutningi í öðrum höfnum.
Handverkfæri og áhöld til búrekstrar og heimilishalds voru
nokkuð stór hluti innflutningsins. Þar var um að ræða axir, trektir,
reipi, pumpur, vogir, krana, pönnur, potta, sigti, sleifar, tappa, rak-
hnífa, kústa, bursta, skóflur og ýmislegt fleira. Mikið af þessum
varningi var flutt á nær allar hafnir landsins en þó sýnu mest til
Hofsóss, Patreksfjarðar, Keflavíkur, Hólms og Vopnafjarðar. Dem -
ants steinar til að skera með gler (d. glarmester diamant) voru pantaðir
til Bíldudals og Dýrafjarðar.68 Skóflur, kústar og trektir voru þær
vörur sem mest var keypt af.
Húsgögn og borðbúnaður voru meðal sérpantaðs varnings árið
1784, vörur sem gjarnan eru tengdar borgaralegum lifnaðarháttum,
en voru sjaldséðar á þessum tíma.69 Af stærri húsgögnum má nefna
hrefna róbertsdóttir92
65 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 24–26 (Hólmur).
66 Sjá t.d. úttekir frá 1755 og 1774, en nokkrar fleiri hafa líka varðeist: ÞÍ. Stiftamt.
III. 195/18. Skoðunargerð um verksmiðjubyggingarnar í Reykjavík og við
Elliðaár 23/9 1755. DRA. Rentekammer (Rtk.). 373.117, nr. 519. Taxations- og
Vurderingsforretninger over Handelshuse og Inventarier i Islands havne.
Reichevig. 27/8 1774.
67 Þar voru á ferðinni Magnús Arnórsson og Jonsen smiður. DRA. Real.komm.
455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 23–24. Ekki hefur tekist að rekja bak-
grunn þessara manna frekar.
68 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 47 (Bíldudalur), 50
(Dýra fjörður). Þessir steinar hafa líklega verið hluti af fáanlegum áhöldum á
verslunarstöðunum, sjá t.d. upplýsingar frá Vopnafirði 1787–1788, þegar verið
var að endurnýja slíkan stein þar sem sá gamli var slitinn. DRA. Real.komm.
455. Regnskaber for handelen ved diverse islandske havne 1787–1788. 431.
Underdanigst Regnskab for Vopnefiords Havns Handel 1. Oct. 1787 til 31. Dec.
1788, bls. 71, 153.
69 Sjá t.d. úttekt á húsbúnaði eftir stéttum á Seltjarnarnesi sem heimildir eru um í
dánarbúum 1770–1836: Christina Folke Ax, „Menningarmunur á Íslandi í lok
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 92