Saga - 2012, Side 95
skatthol, spegla og ofna. Borðbúnaðurinn var einnig fjölbreyttur, glös
af margvíslegu tagi, postulín, koparkatlar, matarstell, skálar, pottar,
föt, diskar og krukkur. Kaffikanna, kaffibollar, sykurkör og silfur-
búnaður af ýmsu tagi var einnig þarna á meðal. Ekki var flutt inn
margt af hverju, en eitthvað af þessum vörum fór til nærri allra hafna
landsins. Það voru helst nokkrar hafnir á Snæfellsnesi og Suður -
nesjum þar sem ekki voru pantaðar vörur af þessu tagi. Áberandi
munaðarvara og matarmenning 93
Innfluttur hökull í Ögurkirkju árið 1784. Sigurður Ólafsson í Ögri pantaði
bláan silkihökul með silfurkniplingum fyrir Ögurkirkju hjá Ísafjarðarkaup-
manni árið 1784. Hann kostaði 14 ríkisdali og 8 skildinga. Hökullinn var
færður Þjóðminjasafni Íslands árið 1888. Lýsingin á höklinum í skrám safns-
ins frá þeim tíma er: „„Hökull“ úr himinbláu silki mjög smágjörfu, hann er
með krossi á bakinu úr líku efni en dekkra, bæði krossinn utanmeð, og allr
hökullinn alt í kríng, er lagðr með silfrborða um ¾ þuml. á breidd, hann er
kniplaðr með laufum að utan, vel gert. Hökullinn gamall.“ Með upplýsing-
unum úr pöntunarbókinni hefur aldur hökulsins verið upplýstur sem og
hvernig hann kom til landsins. — Þjms. (nr. 3437).
18. aldar“, Saga XL:1 (2002), bls. 83–86; Kgl.Bibl. Christina Folke Ax, De ure-
gerlige, bls. 32–33; Már Jónsson hefur gert ítarlegt yfirlit yfir varðveittar skipta-
bækur og dánarbú sem sagnfræðilegar heimildir. Sjá Már Jónsson, „Skipta -
bækur og dánarbú 1740–1900. Lagalegar forsendur og varðveisla“, Saga.
L:1(2012), bls. 78–87.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 93