Saga - 2012, Page 97
Ísafirði keypti rector Jonsen bláan skinnpels, Mons. Þórður Ólafsson
í Vigur keypti rauðan karlmannspels og síðan pantaði ónafngreind-
ur einstaklingur svartan kvenmannspels.77 Litadýrðina vantaði ekki.
Viðskiptamenn hjá Ísafjarðarverslun árið 1785 voru alls skráðir 220
en aðeins nokkrir þeirra höfðu meiri umsvif en þeir Þórður Ólafs-
son og Sigurður Ólafsson.78 Í Flatey var flutt inn svört loðin skinn-
húfa fyrir Þóri Eggertsson og á Básendahöfn svartar skinnbuxur
fyrir Odd Jónsson.79 Um aldir voru í lögum ákvæði um klæðaburð
manna í samræmi við stétt og stöðu; ákveðinn klæðnaður og litir
voru eingöngu ætlaðir efri stéttunum langt fram eftir öldum. Þessa
mátti sjá stað á Íslandi líka, þótt ekki væri þar formleg yfirstétt á
sama hátt og í Danmörku.80 Almenningur keypti nokkuð af silki-
klútum og öðru sem var á boðstólum í krambúðum kaupmanna og
varð tilefni skrifa um oflæti og óhóf. Hárkollurnar hafa þeir væntan-
lega keypt sem töldu sig þess umkomna og hafa ekki litið á þau inn-
kaup sem munað.
Innflutningur á litaðri ull, garni, hör, kálfskinni, leðri, knipling-
um, silki í ýmsum litum, silkiböndum og silkiþráðum, nokkru
úrvali af ullarefnum, að ógleymdum ekta81 gull- og silfursnúrum, er
einnig vísbending um klæðaburð landsmanna á þessum tíma.
munaðarvara og matarmenning 95
77 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 55 (Ísafjörður). Sjá
um Þórð í krambúðarbók verslunarfélagsins frá því ári síðar: DRA. Real.komm.
455. Krambodsbog for Jssefiord Havn 1785, nr. 414, bls. 37.
78 DRA. Real.komm. 455. Krambodsbog for Jssefiord Havn 1785, nr. 414, bls. 1–7,
34–35, 37, 70–71, 105, 107–111, 119–120 og 168–169.
79 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 10 (Básendar), 39
(Flatey). Vitað er að skinnbuxur voru fluttar inn til landsins á fyrri öldum. Um
skinnbuxur Gissurar Einarssonar biskups á 16. öld sjá m.a. Æsa Sigurjóns -
dóttir, Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17. og 18. öld. Ritsafn Sagnfræði stofn -
unar 13 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1985), bls. 18 og 22–24.
80 Æsa Sigurjónsdóttir, Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17. og 18. öld, bls. 9–11,
54–63; Lbs.-Hbs. Margrét Gunnarsdóttir, Íslensk ull eða útlent kram? Klæða -
burður Íslendinga á árunum 1770–1840. BA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla
Íslands 1995, bls. 11–15, 62–65 og 71–77. Í Vestmannaeyjum í lok 16. aldar voru
tilbúin föt og skór tæplega 6% heildarverslunarinnar. Lbs.-Hbs. Pétur G.
Kristjáns son, Tengsl framleiðslu og markaðar. Konungsumboðið í Vestmanna -
eyjum og utanlandsverslun Íslendinga á síðari hluta 16. aldar. MA-ritgerð í
sagnfræði frá Háskóla Íslands 2008, bls. 107–120.
81 Í verslunartaxtanum árið 1776 var gert ráð fyrir gull- og silfursnúrum sem ekki
voru ekta. Sjá Lovsamling for Island. IV, bls. 317 (Forordning om den islandske
Taxt og Handel. Fredensborg 30/5 1776).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 95