Saga - 2012, Qupperneq 98
Litunar efni til að lita garn mátti líka sjá af ýmsu tagi, m.a. indigo,
bruunspaan, rödspaan, rödtræe, höyröd brissilie, lakmoes og fernebuk auk
steinefnanna alun, saltpeter, vinsteen og victriol (vitriol).82 Þá voru
flutt inn áhöld til ullarframleiðslu, s.s. fimm spunarokkar (d. op -
stander spinderok) til fimm hafna á landinu83 og tólf grófir kambar (d.
karreskrublere) til Patreksfjarðar eingöngu.84 Þessi áhöld til spuna eru
af þeirri gerð sem farið var að taka í notkun eftir að vefsmiðjur Inn -
réttinganna tóku til starfa um miðja 18. öld en þær treystu á sér-
hæfðan spuna frá stórum hluta landsins til framleiðslu sinnar. Eftir
1780 hófu stjórnvöld einnig að standa fyrir ókeypis námsvist í
Reykjavík og í Danmörku í spuna og vefnaði. Í framhaldi af því
fengu lærlingarnir áhöld með sér heim að námi loknu. Mikið var
gert í því að efla spuna og vefnað með nýjum aðferðum á síðari
hluta 18. aldar.85 Rokkainnflutningurinn bendir til þess að starf-
semin hafi verið komin betur á legg víðar á landinu en á aðaláhrifa -
svæði Innréttinganna, sem náði aðallega til sveitahéraðanna á
Suður-, Vestur- og Norðvesturlandi á síðari helmingi 18. aldar.
Pappír, skriffæri, litarefni, lakk, blek og bækur var flutt inn í
nokkru magni, bæði til verslunarreksturs kaupmannsins á hverjum
stað og sem pöntunarvara til einstaklinga. Almanök voru algengasti
vöruflokkurinn og þau voru flutt á allar hafnir. Margar tegundir af
pappír voru fluttar inn; blár, grár, hvítur, tyrkneskur, carduus og
maculatur pappír auk prentpappírs. Af prentuðum bókum innflutt-
um var einkum um að ræða efni af veraldlegum toga og nokkuð
fjölbreytt, þótt kirkjuleg rit væru einnig flutt inn. Á Hofsósi voru
tvær stafrófsbækur keyptar ásamt nokkrum eintökum af kverinu,
Cathechisme. Miklir bókamenn voru á Patreksfirði en þangað voru
pantaðar nokkuð margar bækur, meðal annars Fransk prædiken om
overdaadighed eftir Ezechiel Gallatin í danskri þýðingu frá árinu
hrefna róbertsdóttir96
82 Þessi efni voru flutt inn á 13 af 25 höfnum, þ.e. í Vestmannaeyjum, Básendum,
Hafnarfirði, Búðum, Stapa, Grundarfirði, Stykkishólmi, Patreksfirði, Bíldudal,
Hofsósi, Eyjafirði, Húsavík og Reyðarfirði.
83 Þrír þeirra sem keyptu rokka voru nafngreindir; B. Sigurðsson (Eyrarbakki),
Sniulf Wilhelm beykir (Flatey), Jonsen rektor (Ísafjörður). Auk þess voru tveir
ónafngreindir í Keflavík og á Vopnafirði.
84 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 43 (Patreksfjörður).
85 Hrefna Róbertsdóttir, Wool and Society. Manufacturing Policy, Economic Thought
and Local Production in 18th-century Iceland. The Series Centrum för Danmarks -
studier 21 (Gothenburg og Stockholm: Makadam Publishers og The Centre for
Study of Denmark at Lund University 2008), bls. 67–68, 141–144 og 301–316.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 96