Saga - 2012, Qupperneq 100
sjá meðal annarra efna ýmiskonar olíur og smyrsl að ógleymdum
Prinzens gode draaber, sem líklega var einhver konungleg mixtúra
sem þekktist í danska ríkinu. Athyglisvert er að sjá hér einnig rabar -
bara, en hann var lengi notaður til lækninga. Líklega er hér um að
ræða elsta skjalfesta dæmið um innflutning á rabarbarajurtinni til
Íslands.91 Ræktun rabarbara sem matjurtar hefur líklega ekki náð að
þróast á Íslandi fyrr en í lok 19. aldar.92 Auk Berufjarðar voru ein-
göngu flutt inn lækningaefni til Eyjafjarðar, en þangað voru aðeins
flutt tvö efni.93
Þá má nefna nokkrar sérstakar vörur sem ekki var auðvelt að
heimfæra í flokk vegna fágætis. Sem dæmi má nefna skartgripi, en
kaupmaðurinn á Berufirði flutti inn gullhring handa konu sinni.
Spil, reykelsi, músagildrur, vax og stjakar fyrir kirkjur, gleraugu,
silfurgreiða og vellyktandi voru einnig vörur sem sóst var eftir.
Eldiviður var fluttur inn í nokkru magni á meirihluta hafnanna. Þar
sem menn voru nafngreindir voru það kaupmenn, verslunarþjónar,
aðstoðarverslunarþjónar og beykjar sem pöntuðu eldiviðinn, en
einnig séra Eiríkur Rafnkelsson sem verslaði í Berufirði.94
Rannsóknir á innflutningi og neyslu munaðarvara á Íslandi á 18.
öld eru fremur litlar. Fjallað hefur verið um löggjöf tengda mun -
aðarvarningi og viðhorf til óhófs. Áður var minnst á löggjöf sem
kvað á um klæðaburð manna í samræmi við stétt og stöðu. Nokkuð
var amast við óhófi í drykkju, en einnig var tekið á veisluhöldum og
hvað mætti vera á borðum, mismunandi eftir þjóðfélagshópum.
Undir lok 18. aldar vildu sumir embættismenn Íslands t.d. stemma
hrefna róbertsdóttir98
91 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 76 (Berufjörður).
Rabarbari barst fyrst til Evrópu frá Kína á 14. öld, þá sem lækningajurt. Rótin
var aðallega notuð og mest munkar sem ræktuðu rabarbara í klausturgörðum.
Sjá Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 303–304.
92 Í grein Schierbecks landlæknis frá 1886 kemur fram að hann hafi hafið tilraunir
með rabarbararæktun og mælir með jurtinni til matar á Íslandi. Sjá [G.H.]
Schierbeck, „Skýrsla um nokkrar tilraunir til jurtaræktunar á Íslandi“, Tímarit
Hins íslenzka bókmentafélags VII (1886), bls. 41. Rabarbarinn hefur þá varla orðið
útbreiddur fyrr en eftir þann tíma, í lok 19. aldar eða á 20. öld. Hallgerður
Gísladóttir segir í bók sinni að það sé ekki fyrr en „upp úr miðri síðustu öld [19.
öld] að hér er farið að rækta rabbarbara að ráði“, en ekki er ljóst hvaða heimild-
ir hún hefur haft fyrir því. Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð, bls. 303.
93 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 66 (Eyjafjörður), 76,
78–79 (Berufjörður).
94 Sama heimild, bls. 5 (Eyrarbakki), 8 (Grindavík), 10 (Básendar), 40 (Flatey), 72
(Reyðarfjörður), 75, 79 (Berufjörður).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 98