Saga - 2012, Side 103
hafna landsins.99 Íslensku handverksmennirnir sem pöntuðu vörur
voru búsettir í Reykjavík og versluðu við kaupmanninn í Hólms -
höfn. Dönsku eða norsku handverksmennirnir bjuggu á verslun-
arstöðunum og voru í öllum tilvikum beykjar. Prestar voru nokkrir
í þessum hópi, en jafnvel hefði mátt búast við fleirum á viðskipta-
mannalistanum miðað við fjölda þeirra í landinu. Nokkrir Íslend-
ingar fengu titilinn monsieur, titil sem kaupmenn gáfu stundum
þeim sem stóðu upp úr í nærsamfélaginu og voru sumir þeirra
hreppstjórar.100 Stærsti hópurinn sem pantaði vörur var því Íslend-
ingar sem ekki voru titlaðir með starfi sínu eða embættum, eða tæp-
lega 60% þeirra sem pöntuðu sérvörur. Í töflu 4 er nafnalisti yfir alla
sem skráðir voru fyrir pöntunarvöru fyrir árið 1784.
Með því að skoða búsetu þessa fólks má álykta eitt og annað um
neyslu munaðarvöru meðal ólíkra þjóðfélagshópa, t.d. hvort slík
neysla hafi verið algengari í sveitum eða nálægt verslunarstöðum,
eða hvort hún hafi einungis verið bundin við háembættismenn en
ekki presta og lægri embættismenn, eins og Þórarinn Liljendal hélt
fram árið 1783. Eða hvort embættismanna- og prestastéttin hafi
ásamt kaupmönnum lagað sig að háttum Kaupmannahafnarbúa og
snætt annan mat en fólk flest, eins og kemur fram í skrifum Hall -
gerðar Gísladóttur. Sagnfræðingurinn Christina Folke Ax hefur
haldið því fram að menningarlega hafi embættismenn, kaupmenn
og jarðeigendur tilheyrt sömu elítu á þessum tíma, og er áhugavert
að sjá hvort það endurspeglast í pöntunarvörunni.101 Jón J. Aðils
sagnfræðingur taldi að sérpöntun á munaðarvarningi á 17. öld hafi
eingöngu verið bundin við biskupa, lögmenn, sýslumenn og klaustur -
haldara.102 Af verslunarbókinni má hins vegar ætla að nokkur
munaðarvara og matarmenning 101
99 Sýslumenn voru samt ekki fjölmennur hópur og spurning hversu oft menn
pöntuðu munaðarvörur. Áhugavert dæmi um innbú og eignir sýslumanns
eru til frá 1752, og segir þar frá Brynjólfi Thorlacius sýslumanni á Hlíðarenda,
sem átti margt það af húsgögnum og borðbúnaði sem um getur í verslunar-
bókinni 1784. Sjá nánar Lbs.-Hbs. Sigurður Högni Sigurðsson, Munaðarvörur
á Íslandi á 18. og 19. öld og viðhorf til þeirra, bls. 18.
100 Sjá nánar dæmi og umfjöllun um titla sem kaupmenn gáfu landsmönnum í
verslunarbókum sínum á þessum tíma í Hrefna Róbertsdóttir, Wool and
Society, bls. 252–253, 261–262 og 313; Peter Henningsen, „Rang og titler klingre
skal omkring mit navn som bjælder. Titulaturer, prædikater og patronymer i
1700-tallets Danmark“, 1066 — Tidsskrift for historie. 32:2 (2002), bls. 11–24.
101 Kgl.Bibl. Christina Folke Ax, De uregerlige, bls. 30–37.
102 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787, bls. 469–473.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 101