Saga - 2012, Page 109
margir um þetta leyti, rétt fyrir formlega kaupstaðarstofnun 1786, ef
frá eru taldir þeir sem menntast höfðu við Innréttingarnar í Reykja -
vík og nágrenni og danskir handverksmenn sem störfuðu á vegum
kaupmanna. Í tengslum við kaupstaðarstofnun var markvisst reynt
að efla handverksstarfsemi.107 Beykjarnir voru áberandi í hópi
handverksmannanna og tengdust allir verslunarfélaginu.
Þótt víst megi telja að fólk sem stundaði sérpöntun á varningi til
Íslands á síðari hluta 18. aldar hafi einkum verið hinir efnameiri, má
einnig greina aðrar forsendur út frá verslunarbókinni, því sumir
pöntuðu lítið og kannski eingöngu einhverja ákveðna vöru. Sem
dæmi má nefna konurnar þrjár frá Austurlandi sem allar sendu ull
til Danmerkur til litunar og fluttu inn aftur. Þær keyptu engan ann-
an varning. Svo var einnig háttað með 13 aðra Austfirðinga og tvo
Norðlendinga. Fæstir þessara manna keyptu annan varning sam -
hliða ullinni, einn samt nokkuð af litunarefnum.108 Þarna var því
um framleiðslutengdan innflutning að ræða frekar en munaðarvör-
ur til neyslu. Hópur manna sem kaupmenn gáfu heiðurstitilinn
monsieur var meðal þeirra sem komust á blað hjá kaupmanni. Þeir
voru álíka stór hópur og prestarnir sem sérpöntuðu vörur og versl -
uðu flestir á Suðvesturlandi og Ísafirði. Þeir hafa líklega haft
ákveðna stöðu í sinni sveit, oft án þess að vera með formleg emb-
ætti, en einhverjir þeirra voru hreppstjórar.
Þrír verslunarstaðir skera sig nokkuð úr öðrum vegna mikilla
innkaupa og framandi varnings. Það eru Patreksfjörður, Flatey og
Vestmannaeyjar. Vestmannaeyjar höfðu lengi verið í konungseigu
og verslun og útgerð þar rekin á öðrum grunni en tíðkaðist á öðrum
verslunarstöðum á landinu. Eyjarskeggjar voru háðari versluninni
en aðrir og smásala hófst fyrr en í öðrum verslunarstöðum.109 Í
Flatey var vel stætt samfélag á fyrri öldum og bæjarmenning hófst
munaðarvara og matarmenning 107
107 Lewetzow stiftamtmaður sendi fyrirspurn út til allra sýslumanna um þetta
leyti til að kanna hvað menn ályktuðu að margir handverksmenn byggju í
hverju umdæmi sem gætu hugsað sér að setjast að og gerast kaupstaðaborg-
arar. Lítil svör bárust, en þau sem komu benda til að mjög fátt hafi verið um
handiðnaðarmenn auk þeirra sem að ofan voru nefndir. Sjá Hrefna Róberts -
dóttir, „Samfélag átjándu aldar. Hugarfar, handverk og arfur fyrri alda“, Saga
XLIX-1 (2011), bls. 98–99.
108 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 62 (Hofsós), 64
(Eyjafjörður), 68 (Vopnafjörður), 73 (Reyðarfjörður), 77 (Berufjörður).
109 Lbs.-Hbs. Pétur G. Kristjánsson, Tengsl framleiðslu og markaðar, bls. 52–57,
76–78 og 101–124.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 107