Saga - 2012, Síða 110
þar fyrr en víða annars staðar. Um aldamótin 1800 bjuggu t.d. álíka
margir í Flatey og í Reykjavík.110 Lítið hefur verið skrifað um versl-
unarstaðinn á Patreksfirði á 18. öld, en ljóst er af sérpöntunarvör-
unum sem þangað voru keyptar að þar var vel stætt samfélag miðað
við aðra staði á sama tíma og erlend matarmenning áberandi. Vetur -
seta danskra kaupmanna hófst snemma á Patreksfirði miðað við
aðra verslunarstaði, árið 1765.111 Þessi athugun bendir til að áhuga-
vert verði að skoða þessa þrjá staði nánar með tilliti til byggðamenn-
ingar og samspils þeirra við sveitirnar í kring. Ákveðið þéttbýli var
við verslunarstaðina, starfsemi sem var önnur en í sveitunum í kring
en þó tengd henni. Á síðustu áratugum 18. aldar var víða komin
vetur seta áður en formleg kaupstaðarstofnun kom til. Þétt býli má
skilgreina með margvíslegum hætti, t.d. eftir mannfjölda, hlutverki
eða formlegum réttindum.112 Þéttbýlið fyrir kaup staðar stofnun er
ekki síður áhugavert í menningarlegu tilliti en hið formlega.
Aðgangur almennings að vörum var almennt meiri á 18. öld en
t.d. á 16. öld. Þetta hefur Pétur G. Kristjánsson sagnfræðingur bent
á, auk þess sem verslun fyrir árið 1600 hafi ekki verið öllum ætluð.
Verslun þá byggðist mikið á heildsöluverslun, auk þess sem um -
boðs menn konungs og efnamenn höfðu forkaupsrétt að vörum.
Hreppstjórar höfðu m.a. það hlutverk fram undir 1600 að gæta þess
að almenningur tæki ekki út vörur í kaupstað, hvort sem þær væru
þarfar eða óþarfar. Almennt var líka varað við því að þeir sem
versluðu tækju ekki út of mikið af ónauðsynlegri vöru né seldu
kaupmanni of mikinn mat. Eftir að einokunarverslun danskra kaup-
manna tók við á 17. öld varð smásala reglan.113 Verslunarbókin með
sérpöntunum, auk krambúðarbókanna, staðfestir að almenningur
hrefna róbertsdóttir108
110 Christina Folke Ax, „Tilraunir til breytinga á lifnaðarháttum almúgans í
Reykjavík og Flatey 1700–1870“, Íslenska söguþingið 30. maí–1. júní 2002.
Ráðstefnurit II. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag 2002), bls. 272–278.
111 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787, bls. 237. Veturseta
hafði þegar hafist í Reykjavík frá og með 1759 í tengslum við rekstur Inn -
réttinganna og á Eyrarbakka, Bíldudal, Patreksfirði, Dýrafirði og Ísafirði frá
1765.
112 Jørgen Mikkelsen, Urbanisering og bysystemer i Europa indtil ca. 1800. En over-
sigt over nyere forskningsresultater. Skrifter om dansk byhistorie 11 (Århus:
Dansk center for byhistorie 2012), bls. 25–38.
113 Lbs.-Hbs. Pétur G. Kristjánsson, Tengsl framleiðslu og markaðar, bls. 8–16,
28–29 og 51.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 108