Saga - 2012, Qupperneq 111
hafði greiðari aðgang að versluninni þegar komið var fram undir
lok 18. aldar, ekki bara nauðsynjavörunni heldur einnig ýmsum sér-
pöntuðum varningi. Þótt sá hópur sem sérpantaði vöru væri ekki á
landsvísu þá taldi hann fleiri en eingöngu embættismenn, kaup-
menn og efnamenn.
Matur og byggðamenning
Verslunarbók frá árinu 1784 sem sýnir innflutning til Íslands á sér -
pantaðri vöru frá Kaupmannahöfn á tímum einokunarverslunarinnar
gefur einstæða innsýn í matarmenningu landsins. Bókin tekur til alls
landsins og hefur verið rannsökuð hér sem heimild til þeirrar sögu,
auk þess sem veitt hefur verið innsýn í annan innflutning sem hún
hefur að geyma. Hún veitir heildstæðari og betri upplýsingar um
innflutning munaðarvarnings og sérpantaðrar vöru til alls landsins
en aðrar varðveittar heimildir um fyrri aldir. Í henni má finna
hundruð vörutegunda, upplýsingar um dreifingu eftir landshlutum
og í mörgum tilvikum einnig hverjum vörurnar voru ætlaðar.
Verslunarbókin varpar skýru ljósi á matarmenninguna á Íslandi á
þessum tíma og leikur enginn vafi á því að erlend matvara var
munaðarvara. Krydd, þurrkaðir ávextir, hveiti, grjón, te, súkkulaði,
ostar, flesk, áll, sykur, hunang, kökur og grænmetis- og krydd fræ
eru megintegundir innfluttra matvæla. Af sumu var mikið flutt inn,
minna af öðru. Ýmis annar innflutningur sem sér pantaður var get-
ur hins vegar flokkast sem nauðsynjavara í landi þar sem margt
skorti til framkvæmda. Þar á meðal voru þó líka aðrar neysluvörur
sem lítið hafði sést af í landinu fram að því, vörur á borð við hús-
búnað, borðbúnað, tilbúinn fatnað og skart.
Kaupendahópinn var hægt að greina að nokkru leyti. Þarna var
á ferðinni einhver hluti embættismannastéttarinnar, kaupmenn og
aðrir starfsmenn verslunarfélagsins, handverksmenn, fáeinir prest-
ar og eignamenn meðal bænda. En meirihluti þeirra sem sérpönt -
uðu vörur var þó Íslendingar sem ekki voru titlaðir með starfi sínu
eða heiðri. Þeir sem pöntuðu matvöruna voru að meirihluta til úr
efri lögum samfélagsins og þeirra á meðal voru Danirnir áberandi.
Þó nokkuð af sérpantaðri vöru fór til ónafngreindra aðila, en þessi
dreifing, sem að nokkru var hægt að rekja fyrir um helming hafna
landsins, gefur þó vísbendingu um hvaða hópur fólks neytti mat-
vöru sem flokkast gat sem sérpöntuð munaðarvara. Hallgerður
Gísladóttir sagnfræðingur benti á að embættismenn, kaupmenn og
munaðarvara og matarmenning 109
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 109