Saga - 2012, Page 118
skoðun, en einmitt þess vegna getur verið erfitt að brjótast undan
fyrirframgefnum efnistökum á lífi kvenna; þekking um sögu kvenna
kemur upphaflega fram á forsendum stórsögunnar.
Saga Þóru Pétursdóttur Thoroddsen, eins og hún hefur birst í
ýmsum safnritum, sögubókum og umfjöllun um bókina Þóra biskups
og raunir íslenskrar embættismannastéttar6, fellur einkar vel að þess-
um stórsögulegu áherslum kvennasögunnar. Þóra var ekki bara
eigin kona eins helsta vísindamanns Íslendinga, heldur hefur hún
líka verið kölluð frumkvöðull á sviði myndlistar á þeirri forsendu
að hún fór fyrst íslenskra kvenna til útlanda í myndlistarnám og var
fyrsta konan sem kenndi myndlist í Reykjavík. Sagan sem segir að
hún hafi kennt einum af frumherjum íslenska landslagsmálverksins,
Þórarni B. Þorlákssyni, gulltryggir henni svo sess í myndlistarsög-
unni.7 Sem myndlistarmanni hefur henni líka verið líkt við Sigurð
Guðmundsson málara, því bæði hafi þau orðið fyrir barðinu á skiln-
ingsleysi gagnvart list sinni og einangrun í litlu samfélagi.8 Þá hef-
ur hún sem áhugamanneskja um sögu íslenskra hannyrða verið
kölluð nokkurskonar fyrirrennari listfræðinganna Björns Th. Björns -
sonar og Harðar Ágústssonar.9
Bókin Þóra biskups, sem byggist á viðamikilli rannsókn heimilda
— handritasöfnin sem liggja henni til grundvallar telja gróflega
áætlað um þrjátíu þúsund síður — bregður eðlilega upp mun marg-
breyttari mynd af Þóru en þeirri sem lýst er hér að framan. Enn -
fremur leiðir rannsóknin í ljós að tengsl Þóru við viðurkennd við -
fangsefni Íslandssögunar eiga efnislega ekki alltaf við rök að styðjast.
Lítið er til dæmis vitað í hverju nám Þórarins hjá Þóru fólst10 og
sigrún pálsdóttir116
6 Sigrún Pálsdóttir, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (Reykja -
vík: JPV útgáfa 2010).
7 Þóra kemur fyrir í öllum helstu yfirlitsritum um sögu íslenskrar myndlistar og
þá einkum á þeirri forsendu að hafa verið kennari Þórarins B. Þorlákssonar.
8 Ýmislegt hefur verið ritað um Þóru sem myndlistarmann, en sjá þó einkum
um þennan (mis)skilning í Jón Viðar Jónsson, „Gloppótt mynd af merkri
konu“, DV 17. nóvember 2010, bls. 22.
9 Páll Baldvin Baldvinsson, „Raunir Þóru Pétursdóttur“, Fréttatíminn 12.–14.
nóvember 2010, bls. 44.
10 Þórarinn mun hafa verið í Kaupmannahöfn áður en hann hóf nám hjá Þóru í
Reykjavík svo líklega má rekja myndlistaráhuga hans til þeirrar ferðar frekar
en að hún hafi verið þar áhrifavaldur. Ekki er heldur ljóst hvaða heimildir eru
fyrir því að Þóra hafi kennt Þórarni þótt víða sé þess getið í hinum ýmsu rit-
um, og vísar þar hver á annan. Hvergi er vísað til frumheimildar. Sjá Björn Th.
Björnsson, Íslensk myndlist I–II (Reykjavík: Helgafell 1964), bls. 45 og 56 (I) og
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 116