Saga - 2012, Page 119
erfitt er að meta nákvæmlega hvaða áhrif myndlistarkennsla henn-
ar hafði að öðru leyti. Þar skortir einfaldlega heimildir. Sem tals -
maður íslenskrar menningar, þ.m.t. hannyrða, var hún aukinheldur
aðeins fremst meðal jafningja; úr fjölmennum hópi kvenna ber þar
einkum að nefna frænkur hennar Þóru og Jarþrúði Jónsdætur, að
ógleymdri Sigríði Einarsdóttur, eiginkonu Eiríks Magnússonar, sem
ferðaðist alla leið til Ameríku með lopasokka í ferðatösku og fékk
bágt fyrir.11 Þóra var ekki heldur fórnarlamb aðstæðna og skiln-
ingsleysis. Tuttugu og sex ára gömul var hún send til Kaupmanna -
hafnar til að læra að syngja og teikna. Heimildir benda hins vegar til
þess að meginhvati ferðarinnar hafi ekki verið sá að fá útrás fyrir
sköpunarþörf sína heldur að forframast og komast í „dannaða
cirkla“, enda var myndlist á síðari hluta 19. aldar snar þáttur í upp-
eldi ungra kvenna af evrópskri borgarastétt.12 Það var hins vegar
svo að meðal samnemenda Þóru í Kaupmannahöfn voru stúlkur
sem stefndu að því að verða listmálarar, og því er ljóst að möguleiki
kvenna til frekari frama á þessu sviði var smám saman að opnast.
Það vissi Þóra fullvel og ekkert bendir til þess að ytri aðstæður, s.s.
afstaða foreldra hennar, einkum föður, hafi verið henni þar fjötur
um fót. Hún leit nám sitt hins vegar öðrum augum enda sneri hún
heim eftir tvö ár og fór ekki aftur utan fyrr en fimm árum síðar, þá
ekki til að nema frekari myndlist heldur til að freista gæfunnar og
skemmta sér. Á því leikur enginn vafi. Í dagbókum sínum frá
Kaupmannahafnarárunum greinir Þóra frá myndlistarnáminu á
skemmtilegan og upplýsandi hátt, en að öðru leyti skrifar hún ekki
oft um myndlist í dagbókum sínum eða sendibréfum. Meðal undan -
tekninga er bréf Þóru frá árinu 1887 til tilvonandi eiginmanns síns,
hreyfimynd með hljóði frá 19. öld … 117
274 (II); Guðrún Þórarinsdóttir og Valtýr Pétursson, Þórarinn B. Þorláksson
(Reykjavík: Helgafell 1982), bls. 10; Dagný Heiðdal, Aldamótakonur og íslensk
listvakning (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1992), bls. 34;
Þórarinn B. Þorláksson. Brautryðjandi í byrjun aldar. Ritstj. Ólafur Kvaran
(Reykja vík: Listasafn Íslands 2000), bls. 11; Hrafnhildur Schram, Huldukonur í
íslenskri myndlist (Reykjavík: Mál og menning 2005), bls. 67, og Íslensk listasaga
I. Ritstj. Ólafur Kvaran og Júlíana Gottskálksdóttir (Reykjavík: Forlagið og
Listasafn Íslands 2011), bls. 28, 76, 79 og 85. Líklegast eru þessar upplýsingar
þó frá Guðrúnu dóttur Þórarins.
11 Um þá ferð Sigríðar sjá til dæmis Þóra Thoroddsen, „Um frú Sigríði Magnús -
son og sýning íslenzkra hannyrða“, Þjóðólfur 9. mars 1894, bls. 46–47.
12 Sjá til dæmis Þmjs. Safn Þ og Þ. Th. 192 I: Elínborg Pétursdóttir til Þóru Péturs -
dóttur 28. apríl 1870 og Elínborg til Sigríðar Bogadóttur 20. febrúar 1870. Sjá
einnig Þóra biskups, bls. 63.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 117