Saga - 2012, Qupperneq 120
Þorvaldar Thoroddsen, en þar segir hún meðal annars að skilningur
á myndlist sé lítill í Reykjavík og því hafi hún ekki getað tileinkað
sér fagið.13 Bréf þetta hefur verið talið til vitnis um að aðstæður
Þóru á Íslandi hafi gert það að verkum að hún náði ekki að þroskast
sem myndlistarmaður.14 Þegar bréfið er skoðað í heild sinni og í
réttu samhengi kemur hins vegar í ljós að Þóra er að gera sig til fyrir
Þorvaldi á hinum ýmsu þekkingarsviðum, t.d. bókmenntum,
landafræði og stjórnmálum, og benda honum á fordóma í íslensku
samfélagi gagnvart því að konur afli sér nýrrar þekkingar á þessum
sviðum. Og þótt ekki sé hægt að rengja orð hennar um aðstæður til
myndlistariðkunar á Íslandi, verður ekki séð hvernig þær aðstæður
hafa skipt sköpum um afdrif Þóru á því sviði. Hér verður fyrst og
fremst að líta til þess að Þóra mun, samkvæmt eigin frásögn og
öðrum heimildum, hafa þótt eftirbátur samnemenda sinna,15 en
varðveittar teikningar og málverk benda einnig til þess að hún hafi
ekki verið sérlega drátthög. Þennan vitnisburð verður að skoða í
ljósi þeirra miklu tækifæra sem hún fékk, þ.e.a.s. tveggja ára mynd-
listarnáms hjá einum helsta landslagsmálara Dana. Ekkert fræðilegt
sjónarhorn getur því stutt þá niðurstöðu að taka beri Þóru alvarlega
sem myndlistarmann sem hafi ekki fengið að vaxa og dafna sökum
aðstæðna.16
Sú þörf að hengja Þóru á þekktar persónur og viðurkennd
viðfangsefni Íslandssögunnar, einkum sögu íslenskrar myndlistar,
afhjúpar þá söguvitund sem upphefur konur mjúklega sem „merk-
ar“ á röngum forsendum, gjarnan forsendum þess sem karlmenn
tóku sér fyrir hendur fyrr og síðar en auðvitað oftast í ríkari mæli og
með afdrifaríkari hætti.17 Í raun felur hún þannig í sér þá afstöðu
sigrún pálsdóttir118
13 Kgl. Bibl. Kbh. NKS 3006, 4to. Bréfasafn Þorvaldar Thoroddsen 3: Þóra Péturs -
dóttir til Þorvaldar Thoroddsen 7. júlí 1887. Sjá einnig Þóra biskups, bls. 137.
14 Sjá t.d. Jón Viðar Jónsson, „Gloppótt mynd af merkri konu“, bls. 22.
15 Þóra biskups, bls. 80–84.
16 Jón Viðar Jónsson telur helsta ágalla Þóru biskups þann að bókin taki Þóru ekki
nógu alvarlega sem listamann. Sjá „Gloppótt mynd af merkri konu“, bls. 22.
17 Páll Baldvin Baldvinsson gengur reyndar svo langt að segja að ekki sé „fullt
gagn“ af bókinni um Þóru því hún nái „of skammt í breiðari skoðun á sam-
félaginu“. Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að ganga út frá því að
titill bókarinnar gefi fyrirheit um að hún fjalli um embættismenn, einkum af
karlkyni. Hann skrifar: „Þar er til dæmis ekki vikið að örlögum barna Jóns
Péturssonar eða Brynjólfs föðurbræðra hennar. Nú, eða örlögum áa Elínborgar
systur þeirra. Ekki nema tæpt á örlögum mága móður hennar svo aðeins sé
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 118