Saga - 2012, Page 121
sem vill segja, en þorir ekki, sökum hinnar sagnfræðilegu rétthugs-
unar, að ævi slíkra kvenna eigi ekki erindi á bók. Þesskonar sögu-
vitund er ekki bara andstæð þeirri pólitík sem felst í að horfa á sög-
una út frá sjónarhóli beggja kynja, heldur orkar hún tvímælis í
fræðilegu tilliti því hún kemur í veg fyrir frjóa og skapandi úr -
vinnslu sögulegra heimilda. Ennfremur gerir hún ranglega ráð fyrir
því að um leið og líf mannsins er orðið „saga“ öðlist það dýpri
merk ingu sem þurfi að leiða í ljós og skýra og umfram allt finna stað
í gangverki stórsögunnar.18 Staðreyndin er hins vegar sú að margt
af því sem persónur sögunnar taka sér fyrir hendur er ekkert öðru-
vísi en hegðun okkar í lifanda lífi, stundum óútskýranlegt eða drifið
áfram af tilviljunum og frumstæðum hvötum, og fer að mestu fram
á þeim stað sem við köllum yfirborð og er í daglegu tali notað til að
undirstrika fáfengileika mannlegrar tilveru. Merkingin er þröng og
ekki við hæfi þegar talað er um fortíðina, því þar getur líf mannsins
aldrei og ekki undir nokkrum kringumstæðum talist hégómlegt eða
lítils virði.19 Í víðari skilningi orðsins er hins vegar átt við einhvers
hreyfimynd með hljóði frá 19. öld … 119
svipast um í nánasta hring þessa fólks.“ Sjá „Raunir Þóru Pétursdóttur“, bls.
44. Þetta er reyndar ekki alls kostar rétt, eins og sögur af nokkrum börnum
Jóns Péturssonar í bókinni vitna um, en látum það liggja á milli hluta því hér
þarf orðið „embættismannastétt“ í raun ekki að vísa í annað en lífshlaup Þóru
sem eins fulltrúa þeirrar stéttar. Orðið „raunir“ ætti auk þess að taka af öll tví-
mæli um að „raunir embættismannastéttar“ er hér ekki nákvæm efnislýsing
heldur á að gefa til kynna tón sögunnar og sjónarhorn á þetta tímabil í sögu
Íslands. Þetta kallast retórík, sem virðist heldur betur hafa farið fyrir ofan garð
og neðan og koma hér þá líka upp í hugann orð Jóns Viðars Jónssonar: „og
nefnist því ábúðarmikla nafni Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismanna-
stéttar 1847–1917“. Sjá „Gloppótt mynd af merkri konu“, bls. 22.
18 Orð Páls Baldvins Baldvinssonar, „hún [Þóra] valdi sér sögulegt hlutverk“, eru
sérlega lýsandi fyrir þennan söguskilning og standast auðvitað hvergi, því
„sagan“ er skrifuð eftirá og það er hlutverk hvers tíma að skilgreina og takast
á um hið „sögulega“ þó ýmsir einstaklingar, einkum valdahafar, hafi löngum
verið haldnir ranghugmyndum í því efni. Sjá „Raunir Þóru biskups“, bls. 22.
19 Friðrika Benónýsdóttir bókmenntagagnrýnandi lítur svo á að skrif Þóru um
stráka og kjóla geti ekki verið sögulegt rannsóknarefni og gerir þannig ekki
greinarmun á því sem hún, sem menningarlega sinnaður einstaklingur, telur
hégóma og mikilvægi þess að greina í slíku hversdagslegu tali hugmyndaheim
19. aldar. Og hún skrifar: „Seinni hluti bókarinnar [Þóra biskups] kynnir sem
betur fer til sögu öllu ábyrgðarfyllri Þóru. Hún er ein af stofnendum
Thorvaldsensfélagsins, giftist góðum manni, Þorvaldi Thoroddsen jarðfræð -
ingi, eignast barn og fer að búa.“ Sjá Friðrika Benónýsdóttir, „Séð og heyrt
anno 1874“, Fréttablaðið 22. nóvember 2010, bls. 20. Þetta sama viðhorf má
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 119