Saga - 2012, Side 122
konar efsta lag tilverunnar þótt erfitt sé að ákvarða hvar nákvæm-
lega mörk þessa yfirborðs liggja. Í sögulegum heimildum er þetta ef
til vill sá veruleiki sem birtist okkur án utanaðkomandi skýringa og
samhengis, hvort sem um er að ræða frásögn af fundi þjóðarleið -
toga, lýsingu á borgaralegu kaffiboði eða lífsháttum til sveita, og
myndar oftast megnið af þeirri þekkingu sem sagnfræðingar —
einkum þeir sem fást við tímann fyrir upphaf 20. aldar — eiga fullt
í fangi með að leiða fram. Og sú þekking getur í sjálfri sér verið
nægilegur leyndardómur, því allt sem liggur undir og stjórnar þess-
um athöfnum í fortíðinni er aðeins í undantekningartilfellum á færi
rannsakandans að skýra. „Að kafa dýpra“ er því orðalag sem ætti
að nota hóflega um fræðileg markmið sagnfræðinnar. Merki þetta
orðalag hins vegar kröfuna um að setja viðfangsefni í sögulegt sam-
hengi, þá ber þar líka ýmislegt að varast.20 Ástæðan er sú að stór-
sagan getur verið vandasamur vegvísir í rannsóknum á efnismiklum
heimildum og getur hæglega komið í veg fyrir að rannsakandinn,
upptekinn við að koma viðfangsefni sínu fyrir á viðurkenndum stað,
komi auga á ný tíðindi sem kunna að leynast í gögnum hans. Í bréfa-
söfnum Þóru og fjölskyldu hennar má þannig finna eitt og annað um
menntun kvenna, hannyrðir og myndlist, en þau geyma líka ótrú-
lega miklar upplýsingar um bóklestur, fatnað, tómstundir og matar-
gerð. Allt eru þetta þættir sem þegar hafa ratað í sögubækur, þótt í
mismiklum mæli sé, enda teljast þeir nokkuð dæmigerðir fyrir efni í
bréfum og dagbókum kvenna frá þessum tíma. En hver eru þá hin
óvæntu sannindi í bréfasafni Þóru? Hvað er það sem skapar þessum
heimildum sérstöðu meðal persónulegra heimilda um líf kvenna frá
þessum tíma og talsmenn stórsögunnar vilja ekki viðurkenna í ákafri
og einbeittri leit sinni að hinum „hæfileikaríka“ frumherja?
II
Orðræðugreining, sú aðferð sem lítur svo á að orðræða í sögulegum
heimildum sé sjálfstæð birtingarmynd fortíðar og hreyfiafl í þróun
samfélaga, hefur fyrir nokkru rutt sér til rúms innan sagnfræðirann-
sigrún pálsdóttir120
reyndar líka greina í ritdómi Jóns Viðars Jónssonar um sömu bók en honum
finnst saga Þóru ekki ná sér „á strik“ fyrr en Þorvaldur Thoroddsen er kominn
til sögunnar. Sjá Jón Viðar Jónsson, „Gloppótt mynd af merkri konu“, bls. 22.
20 Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, „Singularization of History. Social History and
Microhistory within the Postmodern State of Knowledge“, Journal of Social
History 36/3 (2003), bls. 701–735.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 120