Saga - 2012, Síða 124
leyti má þakka Þorvaldi Thoroddsen eiginmanni Þóru, og óvenju-
legur bréfastíll hennar sjálfrar. Þá eiginleika má skilgreina á eftirfar-
andi hátt: Í fyrsta lagi er um að ræða óvenju nákvæmar lýsingar á
atburðum og aðstæðum í umhverfi sögupersónunnar, gjarnan með
áherslum á smæstu atriði: Þóra stígur um borð í bát áleiðis til Ör sted
árið 1874 og hefur þá keypt sér „tvö stykki af vinerbrauði og kringlu
(sykur náttúrul. en ekki cumens) … innvafið í pappír“.22 Hér eru
dálitlar upplýsingar um neyslu, en nákvæmni þeirra má líka skoða
sem heimild um persónuleika Þóru því ástæðan fyrir útlistun
atviksins er ekki sú að hér hafi átt sér stað eitthvað einstakt í lífi
hennar. Oft er því um að ræða það sem virðast nokkuð fánýtar
upplýsingar með óljóst sögulegt gildi, en þá líklega af þeirri ástæðu
að sagnfræðin á ekki hugtök eða heiti til að gefa þeim merkingu, s.s.
þegar landshöfðingjafrúin Elínborg hefur falið húslykla handa Þóru
og biskupsfrúnni til að finna á heimili sínu í Kaupmannahöfn árið
1893:
lykilinn að kokkhúsinu hefur frú Christiansen, því öll blómstrin mín
vóru eptir hennar ráði látin á kokkhúsborðið, og þar lofaði hún að
vökva þau við og við, en spiskamerslykilinn tók jeg og lykilinn að
kokkhússkápnum og ljét þá í lyklakassann uppá ofninn í borðstofunni,
þar hef jeg annars látið alla lykla, nema lykilinn að svefnherberginu
þínu Mamma mín, hann ljet jeg í hólfið á borðstofuofninum, jeg man
ekki hvort jeg hengdi hann á krók í hólfinu eða lagði hann undir pappír
í hólfinu, lykilinn að borðstofunni, ljet jeg uppá klæðaskápinn hennar
Ólafar, uppá innra hornið, lyklana að Piedestalnum þínum og annan
lítinn lykil sem þú fjekkst mjer ljet jeg í litla miðhólfið á blikinnrjetting-
unni úr peningakassanum þínum sem stendur uppá Piedestalnum þín-
um þær 117 kr. ljet jeg undir hattinn uppá ofninum í daglegu stofunni,
Guðrún verður varlega að taka ofan myndina fyrst, sem er uppi á ofn-
inum, og svo taka hattinn ofanaf, þar er dálítill pakki undir hattinum
og á bak við hann eru peningarnir lagðir, vafðir innaní svartan gamlan
skinnhanska …23
Nú má spyrja: eru þessar leiðbeiningar Elínborgar söguleg heimild
og þá um hvað? Hvar landshöfðingjafrú faldi lykla 1893? Háttalag,
persónuleika, tjáskipti eða þjófhræðslu? Eitt er víst að við lesturinn
er nálægðin við fortíðina óvenjumikil miðað við efnisleg tíðindi
sigrún pálsdóttir122
22 Þmjs. Safn Þ. og Þ.Th. 287: Ferðadagbók númer 5, færsla 23. júní 1874. Sjá
einnig Þóra biskups, bls. 84–85.
23 Þmjs. Safn Þ. og Þ.Th. 192 I: Elínborg Pétursdóttir til Þóru Pétursdóttur og
Sigríðar Bogadóttur 28. júlí 1893. Sjá einnig Þóra biskups, bls. 166.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 122