Saga - 2012, Qupperneq 125
heimildarinnar. Ef til vill má segja að það sem opnast lesandanum
hér sé andrúmsloft sem sagnfræðin á engin orð yfir. Stundum hafa
slíkar nákvæmar lýsingar í bréfunum þó mun skýrara heimildagildi
samkvæmt hefðbundnum skilningi um söguleg viðfangsefni. Þóra
er úti í Kaupmannahöfn sumarið 1892 og sendir eiginmanni sínum,
Þorvaldi Thoroddsen, bréf til Íslands. Þar segir meðal annars:
Einu gleymdi ég sem ekki mátti gleymast og það var myndin af [leg-
steininum] hans Pabba, hún var hjá fortepíanóinu inní stofunni en hef-
ur víst verið látin einhvers staðar í stofuna þegar var flutt fram; ef þú
ekki finnur hana þá blessaður far þú í bókaskápinn minn og til vinstri-
handar í einhverri miðhillunni eru tveir lyklar annar að Pedestalnum
en hinn að skrifborðinu í sömu stofu ef þú tekur út efstu bækurnar eina
eða tvær, finnur þú þá, og í skrifborðinu er blaðið sem eg teiknaði …
viltu gjöra svo vel að taka það með, but do this alone, and put the keyes
again on the same place, as I want to keep them there. Líka ef þú gætir
þætti mér vænt um ef þú gætir fundið lykilinn að kompunni minni
(rusla) uppi á lopti, hann er efst í skúffunni á consolborðinu undir
speglinum á norðurstofunni … þá far þú góði upp í kompu, og í skápn-
um sem er til hægri handar inn í veggnum, og í neðra hólfinu finnur þú
ef þú leitar vel rautt töi, af gang af rauða kjólnum mínum, sem ég
gleymdi en þyrfti að fá ef ég saumaði hann um … þetta eru nú útrétt-
ingar sem ekki eru þér máske svo hentugar, en sleppt því heldur, ef þú
heldur að þú getir ekki gjört þetta einn …24
Bréfbútur þessi leiðir í ljós orðaskipti og samskipti hjóna í lok 19.
aldar. Í hinni óformlegu framsetningu má hins vegar líka greina tal-
mál frá sama tíma, því bréfið er hversdagsleg skilaboð ætluð einum
manni á allt annan hátt en til dæmis ástarbréf.
Annað megineinkenni á skrifum Þóru, og Elínborgar systur
hennar að nokkru leyti, er sviðsetningar og samtöl með beinum
ræðum. Í vísitasíu með föður sínum sumarið 1868 dregur Þóra upp
senu af orðaskaki karla og kvenna fyrir utan bæinn Enni norður í
Skagafirði í kjölfar þess að nokkrir karlmenn hafa boðið henni og
Jarþrúði frænku hennar á dansleik.25 Á sama hátt teiknar Þóra upp
heimsókn sína í Aðalstræti 6, hús Þórðar Jónassen háyfirdómara,
árið 1869. Hún lýsir atburðarás og samtölum frá því að hún kemur
hreyfimynd með hljóði frá 19. öld … 123
24 Kgl. Bibl. Kbh. NKS 3006, 4to. Bréfasafn Þorvaldar Thoroddsen 3: Þóra Péturs -
dóttir til Þorvaldar Thoroddsen 31. júní 1892. Sjá einnig Þóra biskups, bls.
162–163.
25 Þjms. Safn Þ. og Þ.Th. 287: Ferðasaga Þóru í Norðurlandi. Sjá einnig Þóra bisk-
ups, bls. 49–50.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 123