Saga - 2012, Síða 126
inn í húsið og þar til hún yfirgefur það; hvernig fólk ávarpar hvert
annað og bregst við orðum annarra.26 Á grímuballi í Kaupmanna -
höfn árið 1874 svara menn út í loftið og röfla að því er virðist undir
áhrifum áfengis. Allt er það skráð í dagbók Þóru, að hluta til sem
bein ræða.27 Lýsing Þóru á því hvað gerist morguninn eftir fyrsta
fund hennar og Þorvaldar er sérlega nákvæm og myndræn: Fyrst
liggur hún andvaka í tvo klukkutíma, því næst fer hún á fætur, út
úr Austurstræti 16 og inn í hús númer 10 þar sem býr Herdís
Benedictsen. Þar sest hún út við gluggann. Þá birtist Þorvaldur úti
á götu, ásamt föruneyti, á leið sinni sjóveg vestur. Fyrstu viðbrögð
Þóru eru að æða beint út á götu, en þegar systir Þorvaldar lítur í átt
til hennar og brosir, fer hún hjá sér og snýr sér við svo snögglega að
hún sér ekki þegar Þorvaldur kemur auga á hana og sendir henni
kveðju. Hún heldur rakleiðis í áttina að biskupshúsinu, Austurstræti
númer 16, og sest þar út við glugga, felur sig bak við pottablómin í
gluggakistunni, þaðan sem hún fylgist með Þorvaldi þar til hann
hverfur úr augsýn.28 Frásögn Þóru af því þegar hún fær fyrsta bréfið
frá tilvonandi eiginmanni sínum síðsumars árið 1887 er í formi lít-
illar senu sem hefst með lýsingu á því hvernig hún fær bréfið í
hendurnar, stingur því í vasann á kjólnum sínum um leið og hún
sest niður og hlustar óþreyjufull á enskan prest sem kominn er á
biskupsheimilið. Meðan á samtalinu stendur seilist hún við og við
ofan í vasann og grípur um bréfið til að fullvissa sig um að það sé
þar enn. Loks lýkur presturinn máli sínu, Þóra hleypur upp á loft,
rífur umslagið upp og les.29 Löngu síðar lýsir Þóra erfiðum sam-
skiptum sínum við vinkonu sína, Katrínu Krabbe, eftir lát Sigríðar
dóttur sinnar árið 1903, endurteknum fundum þeirra, stigvaxandi
togstreitunni, lokaátökum og uppgjöri, á myndrænan og nákvæm-
an hátt.30 Elínborg systir hennar lýsir erjum á heimili dóttur sinnar
og tengdasonar, hvernig eiginmaður rýkur út úr svefnherberginu
sigrún pálsdóttir124
26 Þjms. Safn Þ. og Þ.Th. 192: Þóra Pétursdóttir til Boga Péturssonar án dagsetn-
ingar [1869]. Sjá einnig Þóra biskups, bls. 56–57.
27 Þjms. Safn Þ. og Þ.Th. 287: Ferðabók númer 3, færsla 16. mars 1874. Sjá einnig
Þóra biskups, bls. 71.
28 Kgl. Bibl. Kbh. NKS 3006, 4to. Bréfasafn Þorvaldar Thoroddsen 3: Þóra
Pétursdóttir til Þorvaldar Thoroddsen 6. júlí og 7. júlí 1887. Sjá einnig Þóra bisk-
ups, bls. 133.
29 Kgl. Bibl. Kbh. NKS 3006, 4to. Bréfasafn Þorvaldar Thoroddsen 3: Þóra Péturs -
dóttir til Þorvaldar Thoroddsen 11. júlí 1887. Sjá einnig Þóra biskups, bls. 137–138.
30 Sjá tilvitnun í ýmis bréf í Þóra biskups, bls. 196–197.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 124