Saga - 2012, Síða 127
með sæng sína í fanginu og inn á kontórinn sinn af þeirri ástæðu
einni að eiginkonan hafði hækkað svolítið í ofninum, sem hafði þá
verið um 13 gráður.31 Þetta er fágæt heimild um rifrildi inni á heim-
ili í upphafi 20. aldar.
Enn eitt einkenni á skrifum Þóru er skopið. Stundum er grínið
notað til að breiða yfir þá togstreitu sem fylgdi því að vera ólofuð
biskupsdóttir í litlu þorpi á 19. öld, en Þóra er auðvitað líka að reyna
að skapa sjálfsmynd sína sem hinn glaði og fjörugi sögumaður.
Grínið beinist gjarnan að líkamlegum einkennum, hennar eigin og
annarra. Þóra talar oft um líkamsvöxt sinn, þyngd sína, og líkir lík-
ama sínum skriflega oftar en einu sinni við kjötbollu.32 Á þrítugs-
aldri skemmtir hún sér við að teikna skopmyndir af feitum og mjó-
um körlum, körlum að æla og konum að hella úr hlandkoppi af
svölum ofan á fínar frúr.33 En grín Þóru beinist líka að tungumálinu
og eigin tjáningu. Hún hefur dagbókarfærslur sínar gjarnan í upp-
höfnum stíl en gamansömum í bland: [L]itlu blómin sem stóðu á
bakkanum já grasstrain hin smáu, beigðu sig niður og hlustuðu með
lotningu á straumsins tal, sem þau náttúrul. skildu, því þar voru
þau borin og barnfædd […].34 Og lýsing Þóru á Sjávarborg í Skaga -
firði er eftirfarandi: „Í norður að sjá er sjórinn og sýna þær málmey
og drangey sérstakl. tignarsvip þar sem þær standa einmana í haf-
inu sem óvinnanlegar klettaborgir, sem ekki einu sinni öldur hafs-
ins fá sundur brotið.“35
Upphafnar lýsingar í þessum stíl skera sig annars úr öðru því
sem einkennir orðfæri Þóru, formleysinu sem að einhverju leyti
kemur heim og saman við lýsingu hennar á sjálfri sér: Hún segist
óhrædd og ófeimin við að tjá sig, jafnvel á öðrum tungumálum við
hreyfimynd með hljóði frá 19. öld … 125
31 Kgl. Bibl. Kbh. NKS 3006, 4to. Bréfasafn Þorvaldar Thoroddsen 3: Elínborg
Pétursdóttir til Þorvaldar Thoroddsen 15. og 18. mars 1912. Sjá einnig Þóra bisk-
ups, bls. 208–209.
32 Þjms. Safn Þ. og Þ.Th. 192 II: Þóra Pétursdóttir til Boga Péturssonar 17. mars
1870. Sjá einnig Þóra biskups, bls. 29 og 59.
33 Þjms. Safn Þ. og Þ. Th. 96: Teikni- og skissubækur. Sjá einnig Þóra biskups, bls.
29.
34 Þmjs. Safn Þ. og Þ. Th. 287: Ferðasaga Þóru í Norðurlandi 1868. Sjá einnig Þóra
biskups, bls. 46.
35 Þmjs. Safn Þ. og Þ. Th. 287: Ferðasaga Þóru í Norðurlandi 1868. Sjá einnig Þóra
biskups, bls. 48.
36 Lbs. 2193, 4to. Bréfasafn Eiríks Magnússonar: Þóra Pétursdóttir til Sigríðar
Magnússon 8. september 1870. Sjá einnig Þóra biskups, bls. 62.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 125