Saga - 2012, Blaðsíða 128
útlenska skólapilta.36 Í bréfunum kemur þetta fram í sundurlausum
setningum þar sem öllu ægir saman; mikið er um endurtekningar,
upphrópunarmerki, stundum mörg í röð, spurningar út í loftið, tor-
skildar vísanir, þrípunkta og þankastrik í lok setninga, sem virðast
eiga að undirstrika eitthvað sem ekki má skrá. Rithöndin er óreglu-
leg og margskonar, oftast fremur gróf og stórgerð en stundum fín-
gerð, sbr. einnig orð biskupsins til dóttur sinnar: „Eg hefi nú skrifað
næstum eins smátt og þú gjörir stundum“.37
Þótt munurinn á bréfastíl karla og kvenna á þessum tíma sé enn
að miklu leyti órannsakað efni er víst að bréfastíll Þóru er ólíkur
hefðbundnum stíl bréfritara af báðum kynjum. Að inntaki endur-
spegla bréfin vissulega heim og vangaveltur kvenna, en formleysi
þeirra er þó ólíkt stíl þeirra bréfa kvenna sem varðveist hafa í safni
hennar og Þóra skrifaðist á við. Ekki einu sinni Sigríður Magnússon,
sem fór heldur óhefðbundnar leiðir í sínu lífi, hafði tileinkað sér svo
frjálslega framsetningu í bréfum sínum. Í raun má segja að tjáning-
armáti Þóru eigi meira skylt við óreiðukenndan og hömlulausan stíl
ýmissa ungra menntamanna og skálda þess tíma, t.d. Matthíasar
Jochumssonar og ef til vill Benedikts Gröndals. Sem aftur á ýmislegt
skylt við sum sendibréf Fjölnismanna.38 Hér er að vísu teflt fram
óljósum fyrirmyndum, en gera verður ráð fyrir að tjáningarmáti og
bréfastíll þessara skálda hafi verið hluti af ákveðinni samskipta- og
talmenningu karlmanna á þessum tíma, sem Þóra hafi haft aðgang
að. Hún hafði frá unga aldri töluverð vitsmunaleg samskipti við
karlmenn, óvenjulega mikið á þess tíma mælikvarða. Ber þar eink-
um að nefna biskupinn föður hennar en ekki hvað síst heimilis-
kennara hennar, einkum Eirík Magnússon bókavörð í Cambridge.
Eiríkur þreyttist ekki á að hrósa Þóru fyrir gáfur hennar, og um
bréfastíl hennar tvítugrar segir hann: „Þér eruð svo fjörug fröken, og
andlega fljóthent, að alt gengur í lopt upp undan yður, og öllu fáið
þér komið saman í heildir, sem ber vott þess, að yðar combinations-
sigrún pálsdóttir126
37 Þmjs. Safn Þ. og Þ. Th. 192 II: Pétur Pétursson til Þóru Pétursdóttur 20. júní 1870.
38 Sjá til dæmis Íslensk bókmenntasaga III. Ritstj. Halldór Guðmundsson (Reykja -
vík: Mál og menning 1996), bls. 510–513, og Eiríkur Guðmundsson, Gefðu mér
veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif Íslendinga á átjándu og nítjándu öld með
hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault. Studia Islandica 55 (Reykjavík: Bók -
menntafræðistofnun Háskóla Íslands 1988), bls. 91–101.
39 Þmjs. Safn Þ. og Þ.Th. III: Eiríkur Magnússon til Þóru Pétursdóttur í nóvember
1867.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 126