Saga - 2012, Side 131
guðni th. jóhannesson
Gests augað
Íslensk saga og samtíð í skrifum erlendra höfunda
Roger Boyes, Meltdown Iceland. How the Global Financial Crisis Bankrupted an
Entire Country. London: Bloomsbury 2009.
Jacob Børresen, Torskekrig! Om forutsetninger og rammer for kyststatens bruk av
makt. Ósló: Abstrakt forlag 2011.
Katrin Rupprecht, Der deutsch-isländische Fischereizonenstreit 1972–1976.
Krisenfall für die NATO? Anhand der Akten des Auswärtigen Amtes. Frankfurt:
Peter Lang 2011.
Því hefur löngum verið haldið fram að útlendingar fari einatt með
fals í frásögnum sínum af Íslandi. Þannig minnumst við þeirra orða
eins af höfundum Landnámabókar, væntanlega Ara fróða, að hún
sé rituð til að geta svarað „útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss
því að vér séum komnir af þrælum eða illmennum“.1 Á sama hátt
samdi Arngrímur Jónsson lærði rit sitt, Crymogæa, sem birtist árið
1609 til að hnekkja þeim ásökunum að hér byggi eintómt illþýði.2
Skömmu síðar skrifaði Arngrímur einnig varnarrit gegn verki hins
þýska Dithmars Blefkens, uppfullu af ýkjum og rangfærslum og
alræmdu hérlendis æ síðan.3
Saga L:2 (2012), bls. 129–143.
1 Landnámabók I–III. Hauksbók, Sturlubók, Melabók m.m. (Kaupmannahöfn: Det
Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskap 1900), bls. 258.
2 Arngrímur Jónsson (Jakob Benediktsson þýddi og samdi inngang og skýring-
ar), Crymogæa. Þættir úr sögu Íslands (Reykjavík: Sögufélag 1985), bls. 200.
3 Sjá Dithmar Blefken (Haraldur Sigurðsson þýddi og samdi inngang), „Islandia“.
Glöggt er gests augað. Úrval ferðasagna um Ísland. Sigurður Grímsson sá um útgáf-
una (Reykjavík: Menningar- og fræðslusamband alþýðu 1946), bls. 29–51, eink-
um bls. 29–30. Sjá einnig Sumarliði Ísleifsson, „Islands on the Edge: Medieval
and Early Modern National Images of Iceland and Greenland“. Ritstj. Sumarliði
Ísleifsson og Daniel Chartier, Iceland and Images of the North (Sainte-Foy, Kanada:
Presses de l’Université du Québec, og Reykjavík: ReykjavíkurAkademían 2011),
bls. 41–66, einkum bls. 49–50.
Í TARDÓMUR
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 129