Saga - 2012, Side 133
væri þó deilt um aðferðir í þeim efnum og stjórnmálamenn deildu
þá hart sín á milli. Þannig henti Morgunblaðið á lofti þau orð sem
Davis hafði eftir Lúðvík Jósepssyni, framámanni í Alþýðubanda -
laginu og sjávarútvegsráðherra þegar fært var út í 12 sjómílur, að
alþýðubandalagsmenn hefðu að sjálfsögðu fagnað því að sú aðgerð
olli usla innan Atlantshafsbandalagsins.9
Í umfjöllun um verk Morris Davis var auðvelt að benda á þá
staðreynd að hann skildi ekki íslensku og varð að byggja rannsókn
sína á þýðingum annarra á greinum, fréttum og forystugreinum í
dagblöðum.10 Þar að auki slæddust inn í bókina stöku staðreynda-
villur. Engu að síður var greining hans fróðleg og mikilvægt framlag
til seinni rannsókna á landhelgismálum Íslendinga. Einkum var
athyglisvert að Davis datt í hug að spyrja um það sem Íslendingar
tóku sem gefnu; hann hafði ímyndunarafl til þess að efast um þjóðar-
einingargoðsögnina.11 Þá var einnig fengur í viðtölum hans, til dæm-
is frásögn Lúðvíks Jósepssonar sem Morgunblaðið gerði sér mat úr.
Gott er að eiga þau orð Lúðvíks á prenti þó að eflaust hafi honum
aðeins fundist hann vera að lýsa því yfir sem lægi í augum uppi.
Loks má hafa í huga að þótt Morris Davis hafi þurft að reiða sig á
flokksblöðin var rannsókn hans byggð á þeirri heildarmynd sem þá
skapaðist og var hlutlægari en hinar rammpólitísku frásagnir þeirra.
Svipað má segja um annað rit sem birtist á þessum árum, bók
Donalds E. Nuechterleins um stríðsárin á Íslandi og upphaf kalda
stríðsins.12 Nuechterlein hafði verið sendiráðsritari í bandaríska
sendiráðinu um tveggja ára skeið en lærði íslensku ekki það vel að
hann gæti nýtt sér heimildir á því tungumáli. Aftur komu þýðingar
sendiráðsins því að góðum notum en gerðu honum samt ekki kleift
að kynna sér til hlítar innviði íslenskra stjórnmála, bakherbergin
reykfylltu.13Á hinn bóginn gat Nuechterlein — eins og Morris Davis
gests augað 131
9 „Reykjavíkurbréf“, Morgunblaðið 19. apríl 1964.
10 „Takmörk almenningsálitsins“, Þjóðviljinn 12. janúar 1964, og Benedikt Grön -
dal, „Prófessorinn og landhelgismálin“, Alþýðublaðið 23. febrúar 1964.
11 Fyrir frekari umfjöllun um goðsagnir og þorskastríð sjá Guðna Th.
Jóhannesson, „Þorskastríðin: Barátta við erlenda fjandmenn og innlendar
goðsagnir“, Skírnir 182 (haust 2008), bls. 456–471.
12 Donald E. Nuechterlein, Iceland: Reluctant Ally (Ithaca, NY: Cornell University
Press 1961).
13 Gagnrýni af því tagi má t.d. sjá hjá Þór Whitehead, „Hvað sögðu Banda -
ríkjamenn um íslenzk stjórnmál“, Eimreiðin 79/1 (1973), bls. 6–29, hér bls. 14–15.
Sjá einnig Hannes Jónsson, „Ísland tregur bandamaður“, Tíminn 1. mars 1962.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 131