Saga - 2012, Page 134
— talist hlutlægari en nær allir þeir Íslendingar sem fjölluðu um
samtímasögu. Bók hans „er hér um bil eina saga íslenskra flokka-
viðskipta þar sem höfundurinn er algerlega hlutlaus og lætur tölur
og atkvæðagreiðslur tala,“ skrifaði Jónas Jónsson frá Hriflu.14 Sjálfur
var Jónas horfinn úr eldlínu stjórnmálanna en vissi manna best
hversu fjarlægt það var mönnum í þeim heimi að sýna and stæð -
ingum sanngirni og gæta hlutlægni í dómum. En þá má aftur spyrja
hvert gagn sé að greiningu höfundar sem birtir fyrst og fremst ólík
sjónarmið úr blöðum auk upplýsinga um fylgi flokka og kosninga-
úrslit. Hlutlægni er lítis virði ef hún snýst um að forðast ályktanir,
ekki síst ef ástæðan er vankunnátta á efninu.
Á áttunda áratug síðustu aldar geisuðu þorskastríð á nýjan leik.
Þau reyndust harðari en fyrsta viðureignin. Fjölmiðlamenn streymdu
til Íslands þegar hasarinn var sem mestur og skrifuðu af mismiklu
innsæi um efni sem þeir þekktu lítt eða ekki áður en stigið var um
borð í flugvél á leið til Keflavíkurflugvallar. Þar lentu þeir í banda-
rískri herstöð, óku um trjálaust hraun til Reykjavíkur og hittu fyrir
þjóð sem átti allt sitt undir fiskveiðum eins og ráðamenn þreyttust
ekki á að ítreka — gjarnan með þeim lokaorðum að létu Bretar ekki
undan myndi Ísland segja sig úr Atlantshafsbandalaginu og skipa
bandaríska herliðinu úr landi.15 Frá sjónarhóli þeirra sem hafa
seinna viljað rannsaka þessa sögu varðveittu erlendu blaðamenn-
irnir mikilvægar heimildir um gang mála. En þar að auki eru skrif
þeirra umhugsunarefni út af fyrir sig. Oftar en ekki virtust þeir birta
sömu greinina, út frá því sem þeim var sagt og fyrir augu bar.16 Hitt
var þeim að sjálfsögðu erfiðara, að leggja sjálfstætt mat á frásagnir
viðmælendanna og stöðu mála.
Fræðimenn fundu efnivið í hinum æsilegu atburðum líkt og fyrri
daginn. Árið 1976 birtist rannsókn Jeffreys A. Harts á þorskastríðinu
1972–1973 og rúmum áratug síðar kom út bók eftir William Mark
guðni th. jóhannesson132
14 Jónas Jónsson frá Hriflu, „„Tregur bandamaður“ — dómur sögunnar“, Mánu -
dagsblaðið 27. nóvember 1961.
15 Sjá t.d. Murray Sayle, „Cod War Two“, Sunday Times 12. mars 1972, og Michael
Killian, „Iceland, Britain „cod war“ threatens key NATO base,“ Chicago Tribune,
9. mars 1976, og „Will the Soviets win the Cod War?“ Chicago Tribune, 16. mars
1976.
16 Umfjöllun um þessa tilhneigingu má sjá hjá Karen Oslund, Iceland Imagined.
Nature, Culture and Storytelling in the North Atlantic (Seattle: University of
Washington Press 2011), bls. 152–153.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 132