Saga - 2012, Page 135
Habeeb um vald og kænsku á alþjóðavettvangi þar sem einn kafli
var helgaður átökunum um Íslandsmið. Í báðum þessum verkum
var atburðarásin mátuð við kenningarlegan ramma og niðurstaðan
í sjálfu sér skynsamleg; að smáríki geti haft meiri áhrif í deilum en
ætla megi vegna hernaðarlegs mikilvægis, að ógleymdum þeim
vanda öflugri lýðræðisríkja að geta trauðla beitt hervaldi gegn
minna landi af sama tagi.17 Óneitanlega virðist sú mynd sem dregin
var upp, til dæmis af íslenskum stjórnmálum, vera fulleinfölduð
enda var vandinn enn sá að höfundarnir kunnu ekki íslensku og
gátu aðeins lesið það sem tiltækt var á stærri tungumálum.18 Líklega
var til meiri eftirbreytni rannsókn alþjóðastjórnmálafræðingsins
Rolands P. Barstons og Hjálmars W. Hannessonar stjórnmálafræð -
ings. Hjálmar gat lagt í púkkið íslenskar heimildir, vegið þær og
metið.19 Greiningin varð dýpri fyrir vikið.
Á sínum tíma brugðust Morris Davis og Donald E. Nuechterlein
við vankunnáttu í íslensku með því að byggja á viðtölum. Áratug-
um síðar brá bandaríski stjórnmálafræðingurinn Michael T. Corgan
á sama ráð við ritun bókar um öryggismál Íslands í kalda stríðinu.
Fengur er að fjölmörgum frásögnum í verkinu.20 Aftur á móti getur
reynst varasamt að treysta á munnlegar heimildir þegar staðgóð
þekking á efninu er ekki fyrir hendi. Þannig misskildi Corgan
greini lega Guðmund Kjærnested skipherra svo að lýsing hans á
handtöku íslenskra varðskipsmanna við upphaf fyrsta þorska-
stríðsins 1958 varð í bókinni að atburði í því næsta árin 1972–73.21
Þetta er ekki smáatriði í sögu þorskastríðanna, nánast eins og að
segja í sögu heimsstyrjaldanna tveggja að baráttan um Gallipoli hafi
verið í því seinna eða skriðdrekaorrustan við Kursk í hinu fyrra.
gests augað 133
17 Jeffrey A. Hart, The Anglo-Icelandic Cod War of 1972–1973. A Case Study of a
Fishery Dispute (Berkeley: Inistitute of International Studies, University of
California 1976), einkum bls. 45–58, og Habeeb, William Mark, Power and
Tactics in International Negotiation: How Weak Nations Bargain with Strong Nations
(Baltimore: Johns Hopkins University Press 1988), bls. 100–128.
18 Þetta var t.d. gert að umtalsefni í frekar neikvæðum ritdómi um bók Habeebs.
Sjá Robert G. Kaufman, [ritdómur], Journal of Politics, 51/3 (1989), bls. 790–794,
hér bls. 793–794.
19 Ronald P. Barston og Hjálmar W. Hannesson, „The Anglo-Icelandic Fisheries
Dispute“, International Relations 4/6 (1974), bls. 559–648.
20 Michael T. Corgan, Iceland and Its Alliances. Security for a Small State (Lewiston:
Edwin Mellen 2002).
21 Sama heimild, bls. 92.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 133