Saga - 2012, Page 136
Að lokum má nefna nýlegt rit Andrews Welch um þorskastríð-
in.22 Í frásögn af því verki tók Guðmundur J. Guðmundsson sagn -
fræðingur réttilega fram að Welch kynni ekki íslensku og efnistök-
in bæru þess merki. Á hitt væri hins vegar að líta að höfundurinn
hefði ætlað sér að segja söguna frá sjónarmiði (eða stjórnpalli)
breska sjóhersins, „en það er bara gott; það er nefnilega löngu orðið
tímabært að við Íslendingar skoðum þessa atburði frá öðrum sjónar-
hól en okkar eigin hundaþúfu“.23 Með þetta í huga er fróðlegt að
bera saman gerólíkar lýsingar Welch og skipherra landhelgisgæsl-
unnar á árekstrum á miðunum. Hér á landi hefur ætíð verið gengið
að því sem gefnu að í þeim efnum hafi Bretarnir alltaf átt sök en þau
gögn sem Welch nýtir — frásagnir freigátukapteina og skýrslur
þeirra — segja aðra sögu.24 Ljúga menn öðrum hvorum megin eða
snýst sagan að miklu leyti um sjónarhorn frekar en algildan sann-
leik? Hafi slíkur sannleikur einhvern tímann verið til hvarf hann þá
ekki í hafið og óminnið um leið og hann myndaðist hverju sinni?
Víkur þá sögunni að þeim ritum sem hér verða helst tekin til
kostanna. Jacob Børresen var yfirmaður í norska sjóhernum uns
hann fór í land og gerðist sjálfstæður ráðgjafi um öryggis- og
varnar mál. Hann hafði skrifað talsvert um þau efni áður en bók
hans um þorskastríðin kom út hjá fræðaforlaginu Abstrakt í Ósló
árið 2011. Nefnist hún Torskekrig! Om forutsetninger og rammer for
kyststatens bruk av makt. Verkið er 278 blaðsíður og skiptist í tvo
meginhluta. Sá fyrri lýtur að kenningum um vald í alþjóðasam-
skiptum og þróun hafréttar en sá seinni snýst um gang þorska -
stríðanna þriggja. Í löngum eftirmála (36 bls.) er svo vikið að þeim
lærdómi sem norskir ráðamenn geta dregið af gangi átakanna þegar
þeir móta öryggis- og utanríkisstefnu lands síns. Fyrir aftan heim-
ildaskrá kemur svo ágætis orðskýringalisti fyrir landkrabba, allt frá
„Akterende“ (skutur) til „Wessex“ (Westland Wessex, bresk þyrla,
byggð á hinum bandarísku Sikorsky S-58).
Í skrá yfir heimildir sést að Børresen náði að kynna sér nokkrar
helstu heimildir um þorskastríðin, til dæmis bók Andrews Welch og
verk eftir mig og Val Ingimundarson. Þó má heita undarlegt að
bækur Jóns Þ. Þór á ensku um íslensk landhelgismál hafi ekki ratað
guðni th. jóhannesson134
22 Andrew Welch, The Royal Navy in the Cod Wars. Britain and Iceland in Conflict
1958–61, 1972–73, 1975–76 (Liskeard, Cornwall: Maritime Books 2006).
23 Guðmundur J. Guðmundsson, [Ritfregn], Saga 45/2 (2007), bls. 246–247.
24 Sjá nánar um þetta í grein minni sem áður var vitnað til, „Þorskastríðin“, bls.
463–467.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 134