Saga - 2012, Qupperneq 141
ings þar sem ártöl í sögulegu yfirliti skoluðust til.32 Í þessum ritum
sést þess vegna sömuleiðis að líkur á villum aukast því fjær sem fólk
færist sérsviði sínu.
Þá getur mistökum fjölgað ef staðgóða þekkingu skortir. Væntan -
lega hefðu hinar fjölmörgu túlkunar- og staðreyndavillur orðið færri
í Meltdown Iceland ef íslenskur höfundur hefði átt í hlut eða verið
Boyes til aðstoðar. Vandinn kristallast í tilvitnun við upphaf formála
verksins: „Hvelreki [svo] = „good luck“ in Icelandic“. Bókin er án til-
vísana eins og heita má eðlilegt í „blaðamannabók“ af þessu tagi en
misritunina má rekja til sömu villu í eldra verki, The Xenophobe‘s
Guide to the Icelanders, eftir fjölhæfan rithöfund, Richard Sale.33 Sá
hefur skrifað af leiftrandi fjöri um allt milli himins og jarðar en telst
seint traust heimild um íslensk málefni eða tungu. Þreyttar þjóðsög-
ur birtast líka í bók Boyes, til dæmis að skák sé leikin daglangt í
kaffihúsum og á bryggjum í miðnætursólinni (bls. 75–76) og arfleifð
„Víkinganna“ útskýri margt í samtímanum (bls. 200–201), að ekki sé
minnst á frásagnir af álfum hér og þar í bókinni.
Frásagnir heimildamanna geta reynst varhugaverðar. Víða í
verki Boyes má finna sleggjudóma sem freistandi væri að rekja til
nafngreindra viðmælenda hans þó að þeir séu ekki hafðir fyrir
þeim. Þetta er til dæmis augljóst í umfjöllun um Davíð Oddsson sem
rót nær alls ills í landinu.34 Loks setja ýkjur svip sinn á ritið. Vel sést
það í stuttri samantekt um þorskastríðin: Breskt herskip á miðunum
er sagt hafa verið búið kjarnorkuvopnum og breskur sendiherra í
Reykjavík á að hafa verið sendur með skömm til dvalar í Djíbútí
(bls. 130–131). Hvort tveggja er fjarri sanni. Herskipin höfðu „aðeins“
fallbyssur og sprengjur og þótt sendiherrann hyrfi á braut fór hann
ekki í neinn skammarkrók í Afríku.35
gests augað 139
32 Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið. Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar (Reykja -
vík: JPV 2009), bls. 63–64, og Ásgeir Jónsson, Why Iceland? How One of the
World‘s Smallest Countries Became the Meltdown‘s Biggest Casualty (New York:
McGrawHill 2009), bls. 15.
33 Richard Sale, The Xenophobe‘s Guide to the Icelanders (London: Oval 2000
[2. útg.]), bls. 17.
34 Um frekari umfjöllun um þann þátt og gagnrýni á bókina í heild sinni, sjá Inga
Frey Vilhjálmsson, „Sjoppuleg bresk hrunsbók“, DV 7. desember 2009 (rit-
dómur). Sjá einnig Guðna Elísson, „Vogun vinnur … Hvar liggja rætur
íslenska fjármálahrunsins?“ Saga XLVII:2 (2009), bls. 117–146, hér bls. 120–121
og 129–131.
35 Sendiherrann sem um ræðir var Andrew Gilchrist. Sjá Guðna Th. Jóhannes son,
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 139