Saga - 2012, Síða 142
Bókin er samt ekki alvond. Höfundurinn bendir réttilega á þá
annmarka sem felast í fámenni og návígi íslensks samfélags (eink-
um bls. 30–35 og 40–42). „Roger Boyes er sá eini meðal höfunda
hrunbókanna sem beinir augum af alvöru að íslensku klíkusam-
félagi,“ skrifaði Guðni Elísson bókmenntafræðingur. „Líklega hefur
það komið útlendingnum annarlega fyrir sjónir.“36 Aftur á móti réð
löngunin til að segja fyrst og fremst spennandi sögu eflaust miklu
um það að ýkjur, mistök og rangfærslur lýta verk Boyes. Sama má
segja um þá ákvörðun hans sem stenst ekki gagnrýna skoðun að láta
það hverfast löngum stundum um Davíð Oddsson, stefnu hans og
átök, einkum við kaupsýslumanninn Jón Ásgeir Jóhannesson. Í bók-
inni segir Boyes að „[a]llar góðar og gildar frásagnir byggjast
auðvitað á reglunni um „einvígið“: Tveir menn, sem berjast fyrir hið
góða og illa eða einhvern ögn flóknari málstað, spígspora um eins
og páfuglar og berjast eins og bardagahanar um leið og stórsögunni
vindur fram undir tónlistinni.“37 Þarna réð ramminn sem Boyes
smíðaði sér fyrirfram allt of miklu.
Á sama hátt viðurkennir Roger Boyes, að vísu óbeint, að bók
hans sé fyrirtaksdæmi um „fallhlífarblaðamennsku“ (á ensku para-
chute journalism). Með því er vísað til þess að blaðamenn flykkjast í
skyndi á fjarlægan stað þar sem eitthvað fréttnæmt hefur allt í einu
gerst.38 Í hruninu miðju, í október 2008, var Boyes kominn til
Reykjavíkur og hitti gamla kollega, einn nýkominn frá Afganistan
og tvo sem hann þekkti frá því að þeir „dekkuðu“ byltingarnar í
Austur-Evrópu árið 1989 (bls. 165).
Misjafn sauður var í mörgu fé. „Blaðamaður Dagens nyheter rakti
úr mér garnirnar í gær,“ bloggaði einn Íslendingur um þetta leyti:
guðni th. jóhannesson140
„Did he matter? The colourful Andrew Gilchrit and the first cod war between
Britain and Iceland, 1958–61“, German-Icelandic Fisheries History. Aspects of the
Development since 1945 Deutsches Schifffahrtsarchiv 26 (Bremerhaven:
Deutsches Schifffahrtsmuseum 2003), bls. 287–299, hér bls. 295.
36 Guðni Elísson, „Vogun vinnur“, bls. 132.
37 „All good operatic narrative depends, of course, on the convention of the duel:
two men, representing good or evil or some more subtle forces, strut like pea-
cocks and fight like bantams as the big story unfolds through the music.“
Roger Boyes, Meltdown Iceland, bls. 158.
38 Sjá t.d. Sharyn Wizda, „Parachute Journalism“, American Journalism Review 19
(júlí/ágúst 1997), bls. 40–44, Russell Frank, „„These crowded circumstances.“
When pack journalists bash pack journalism“, Journalism 4/4 (2003), bls. 441–458,
og Ulf Hannerz, Foreign News. Exploring the World of Foreign Correspondents
(Chicago: The University of Chicago Press 2004), einkum bls. 39–70.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 140