Saga - 2012, Side 145
minnsta kosti eins vel og innfæddir félagar þeirra. Í hugann kemur
til dæmis Konrad Maurer á nítjándu öld, Peter Hallberg á hinni tutt-
ugustu og fjöldi fólks sem nú er í fullu fjöri og hefur auðgað íslenskt
fræðasamfélag. Í þeim hópi hefur Patricia Boulhousa til að mynda
vakið fólk til umhugsunar á liðnum árum með sinni fersku sýn á
Gissurarsáttmála og Gamla sáttmála.45
Útlendingarnir sem skilja ekki íslensku og hafa lítt eða ekki dval-
ist hér hljóta hins vegar að standa höllum fæti. Þeir þurfa að reiða
sig á takmarkaðan fjölda ritaðra heimilda á ensku eða öðrum tungu-
málum. Erlendir gestir verða jafnframt að leita upplýsinga hjá ís -
lensk um viðmælendum en fá illa lagt mat á þær. Þá geta blaðamenn
freistast til að ýkja svo sagan verði áheyrilegri og vera má að var-
kárara fræðafólk haldi sig til hlés í skjóli ótvíræðra staðreynda sem
segja þó litla sögu einar og sér.
Hætturnar eru ótvíræðar, dæmin um ámælisverð verk mýmörg.
Engu að síður geta „fávísir“ útlendingar lagt sitt af mörkum til fræð -
anna. Þeir hafa ekki mótast af íslensku umhverfi og geta spurt um það
sem heimafólkið tekur kannski sem gefnu. Vinabönd og hagsmuna-
tengsl ættu ekki heldur að hefta þá eins og hætt er við í litlu samfélagi.
Þá geta þeir sett atburðarás og málefni í alþjóðlegt samhengi í stað
þess að einblína á „séríslenskar“ aðstæður sem eru það ekki endi-
lega ef vel er að gáð.
Allir þessir kostir hinna útlendu geta að sama skapi orðið að
löstum hinna innlendu. Að lokum mættu Íslendingar muna,
fræðimenn jafnt sem aðrir, að það læra útlendingarnir sem fyrir
þeim er haft. Klisjur, goðsagnir og ýkjur kvikna ekki sjálfkrafa í hug-
um erlendra gesta.46 Útlendingar geta varla fjallað af viti um
íslenska sögu og samtíð ef við gerum það ekki sjálf, bundin í viðjar
ímyndar og þjóðernishyggju. En það er önnur saga.
gests augað 143
45 Patricia Pires Boulhosa, Gamli Sáttmáli. Tilurð og tilgangur. Þýð. Már Jónsson
(Reykjavík: Sögufélag 2006).
46 Um þá sögu sem útlendingum er gjarnan sýnd á Íslandi, sjá Helga Þorláksson,
„Sagnfræðin í heimi menningararfs og minninga“, Þriðja íslenska söugþingið
18.–21. maí 2006. Ritstj. Benedikt Eyþórsson og Hrafnkell Lárusson (Reykjavík:
Sagnfræðingafélag Íslands 2007), bls. 316–326. Dæmi gerð landkynning á veg-
um einkaaðila og hins opinbera, auk viðtakna erlendis, er t.d. rakin í stuttu
máli hjá Ólafi Guðsteini Kristjánssyni, „Allir Íslendingar eru blátt áfram fram-
kvæmdaglaðir“, Tímarit Máls og menningar 73:3 (2012), bls. 108–112. Sjá einnig
Jón Ólafsson, Andóf, ágreiningur og áróður. Greinar um heimspeki (Bifröst:
Háskólinn á Bifröst 2009), bls. 102–105.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 143