Saga - 2012, Page 154
tion of tradition“, tilbúning hefðanna. Sem dæmi um sambræðslu hefðar og
nýbreytni má taka sænsku sljöd-hreyfinguna og ýmsa listiðnaðarmenn
sænska, t.d. Carl Malmsten, sem aðhylltust það sem kallað hefur verið
„wholesome traditionalism“ af því þeir vildu styrkja hefðbundið handverk
en jafnframt örva nýbreytni og fagmennsku. Má spyrja hvort það sé ekki
villandi að stilla „hagrænum sjónarmiðum“, sem Áslaug kallar svo, og þjóð -
ernislega táknrænu hlutverki handverks upp sem andstæðum (sbr. bls. 321).
Ætla mætti að einmitt með því að laga heimilisiðnaðinn — og handverk
yfirleitt — að nútímanum og gera hann vinsælan yrði hann líklegri til þess að
verða þjóðinni hjartkær. Það var einmitt þessi endurvinnsla menningararfs-
ins sem átti drjúgan þátt í því að sænskt og danskt handverk varð svo
rómað þegar kom fram á 20. öldina. Hefði ekki handverkið í sinni endur-
nýjuðu mynd getað gegnt þjóðernislega táknrænu hlutverki? Af hverju að
binda tilgátuna við handverk sveitasamfélagsins?
Mig langar að halda áfram með samanburðinn við önnur norræn ríki.
Mér finnst þau ummæli sem höfð eru um hann í bókinni misvísandi og mér
er því ekki ljóst hvernig Áslaug sér Ísland í samanburði við hin löndin þegar
kemur að þjóðernislega táknrænu hlutverki handverks. Á bls. 313 segir: „Í
nágrannalöndunum féll endurskilgreining á handverki í ýmiss konar far-
vegi. Hún fór að hluta fram á hagrænum og félagslegum forsendum og
praktísk sjónarmið réðu því að handverk varð stundað meðfram iðn væði -
ngu. Rómantísk þjóðernishyggja … var jafnframt aflvaki aðgerða. Mörkin
milli praktískra sjónarmiða og þjóðernisrómantískra voru óhjákvæmilega
óljós.“ Hér er sem sagt farið bil beggja, en á bls. 319, þar sem verið er að
ræða um sýningar á vegum heimilisiðnaðarfélaganna á Íslandi 1918 og 1921,
er beinlínis fullyrt að annars staðar á Norðurlöndum hafi ríkt „afdráttarlaust
þjóðernisrómantísk viðhorf til handverks sveitasamfélagsins“. Hvernig
stendur á þessu ósamræmi? Og hvernig ber að meta heimilisiðnaðarhreyf-
ingarnar í nágrannalöndunum í þessu tilliti og hvernig stendur Ísland í sam-
anburði við þau?
Þau sögulegu dæmi sem Áslaug nefnir til að styðja niðurstöður sínar er
erfitt að túlka jafnafdráttarlaust og hún gerir. Hér vil ég sérstaklega nefna
hve vandasamt er að setja Halldóru Bjarnadóttur og starf hennar á afmark -
aðan bás. Eins og Áslaug rekur svo ágætlega, glæddi Halldóra öðrum frem-
ur áhuga á heimilisiðnaðinum, ekki sem fornlegum handiðnum heldur sem
framleiðsluvöru og skapandi listiðnaði. Halldóra leitaðist við og náði nokkr-
um árangri í að finna honum nýjan tilgang í nútímasamfélagi, þótt hún
sækti fyrirmyndir til hefðarinnar og notaði heimafengið efni. Hún gerði því
hvort tveggja, að tala fyrir varðveislu hefðbundins handverks og leggja
áherslu á hagræn sjónarmið. Halldóra stýrði yfirbragði landssýningarinnar
í heimilisiðnaði, sem haldin var í tengslum við Alþingishátíðina 1930, í
þjóðlegan farveg og vildi að útlendingar sæju, eins og hún sjálf komst að
orði, „einkenni göfugrar menningar engu síður en í bókmenntunum“ (bls.
guðmundur jónsson152
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 152