Saga - 2012, Page 156
guðrún helgadóttir
Þetta haust er einskonar óskastund fyrir okkur sem höfum áhuga á kvenna-
sögu, kvennamenningu og mótun kvenhlutverksins á þeim umbrotatímum
sem tímabilið frá miðri 19. öld fram á miðja 20. öld, innreið nútímans í
íslenskt samfélag, vissulega var. Þrjár ólíkar doktorsritgerðir frá Háskóla
Íslands hafa komið fram á undanförnum mán uð um sem hafa vakið athygli
mína fyrir það hvernig þær, hver með sínum hætti, fylla upp í myndina af
ömmum okkar, langömmum og langa langömmum.
Verk Áslaugar Sverrisdóttur, sem við munum fjalla um hér, er hug-
myndasaga handverkshreyfingarinnar á upphafsárum hennar hérlendis, en
þar voru konur helstu merkisberar. Doktor Arndís Árnadóttir dró upp
mynd af upphafi hönnunar á heimilinu, helsta vinnustað kvenna á fyrri
hluta 20. aldar, í ritgerð sinni Nútímaheimilið í mótun — fagurbætur, funksjón-
alismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970. Doktor Erla Hulda
Halldórsdóttir hefur með verki sínu, Nútímans konur. Menntun kvenna og
mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903, tekið annað mikilvægt sjónarhorn sem
eru kvennaskólarnir. Þessar fræðikonur hafa gengið á hugmyndafræðilega
rekann og rakið hvernig erlend áhrif fjölþjóðlegra hreyfinga hafa orðið
menningarstraumar í íslensku samfélagi, en þegar að er gáð kemur öll upp-
hefð — jafnvel upphafning þjóðernisins — að utan.
Ég vil þakka Áslaugu fyrir sitt verk, sem lýsir og rekur vel hvernig þrjár
hreyfingar, með skylda en þó ólíka hugmyndafræði um mikilvægi hand-
verksins, berast til Íslands og skjóta rótum í íslensku þjóðlífi.
Í ritgerð sinni lýsir Áslaug meðal annars ákveðnum vanda við skilgrein-
ingu hugtaksins handverk, skilgreiningarvanda sem er reyndar enn í dag
töluverður. Handverk, heimilisiðnaður, listiðnaður, handavinna eru orð sem
eiga sér ekki skýrar merkjagirðingar og til viðbótar við þessi orð, sem voru
í umferð á því tímabili sem ritgerð Áslaugar fjallar um, þ.e. 1850–1930, hafa
komið inn í samtímamál okkar mikilvæg hugtök, s.s. hönnun, alþýðu -
menning, textíll svo nokkur séu nefnd. Að ógleymdu yfirheitinu sjónlistir sem
Hörður Ágústsson, myndlistarmaður og hugmyndafræðingur, vildi viðhafa.
Um síðustu aldamót orðaði ég skilgreiningarvanda samtímans á þessu
sviði þannig í erindi á ráðstefnu Handverks og hönnunar: „Það er kunnara
en svo að hér þurfi að orðlengja það, að samfélag okkar er myndvætt og
manngert samfélag þar sem hönnun er ein af grundvallaratvinnugreinun-
um. Við sem erum hér samankomin vitum það líka að handverk er einnig
atvinnugrein, jafnframt því að vera dægradvöl. Hitt erum við ef til vill ekki
eins viss um, hvar mörkin liggja milli handverks og hönnunar.“ Mér virðist
á ritgerð Áslaugar að samskonar vandi hafi verið við tungutak hundrað
árum fyrr, þegar mörkin milli heimilisiðnaðar og handverks bar á góma.
Það má því spyrja hverjar séu hinar skýru andstæður í efnisnotkun og
guðrún helgadóttir154
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 154