Saga


Saga - 2012, Page 156

Saga - 2012, Page 156
guðrún helgadóttir Þetta haust er einskonar óskastund fyrir okkur sem höfum áhuga á kvenna- sögu, kvennamenningu og mótun kvenhlutverksins á þeim umbrotatímum sem tímabilið frá miðri 19. öld fram á miðja 20. öld, innreið nútímans í íslenskt samfélag, vissulega var. Þrjár ólíkar doktorsritgerðir frá Háskóla Íslands hafa komið fram á undanförnum mán uð um sem hafa vakið athygli mína fyrir það hvernig þær, hver með sínum hætti, fylla upp í myndina af ömmum okkar, langömmum og langa langömmum. Verk Áslaugar Sverrisdóttur, sem við munum fjalla um hér, er hug- myndasaga handverkshreyfingarinnar á upphafsárum hennar hérlendis, en þar voru konur helstu merkisberar. Doktor Arndís Árnadóttir dró upp mynd af upphafi hönnunar á heimilinu, helsta vinnustað kvenna á fyrri hluta 20. aldar, í ritgerð sinni Nútímaheimilið í mótun — fagurbætur, funksjón- alismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970. Doktor Erla Hulda Halldórsdóttir hefur með verki sínu, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903, tekið annað mikilvægt sjónarhorn sem eru kvennaskólarnir. Þessar fræðikonur hafa gengið á hugmyndafræðilega rekann og rakið hvernig erlend áhrif fjölþjóðlegra hreyfinga hafa orðið menningarstraumar í íslensku samfélagi, en þegar að er gáð kemur öll upp- hefð — jafnvel upphafning þjóðernisins — að utan. Ég vil þakka Áslaugu fyrir sitt verk, sem lýsir og rekur vel hvernig þrjár hreyfingar, með skylda en þó ólíka hugmyndafræði um mikilvægi hand- verksins, berast til Íslands og skjóta rótum í íslensku þjóðlífi. Í ritgerð sinni lýsir Áslaug meðal annars ákveðnum vanda við skilgrein- ingu hugtaksins handverk, skilgreiningarvanda sem er reyndar enn í dag töluverður. Handverk, heimilisiðnaður, listiðnaður, handavinna eru orð sem eiga sér ekki skýrar merkjagirðingar og til viðbótar við þessi orð, sem voru í umferð á því tímabili sem ritgerð Áslaugar fjallar um, þ.e. 1850–1930, hafa komið inn í samtímamál okkar mikilvæg hugtök, s.s. hönnun, alþýðu - menning, textíll svo nokkur séu nefnd. Að ógleymdu yfirheitinu sjónlistir sem Hörður Ágústsson, myndlistarmaður og hugmyndafræðingur, vildi viðhafa. Um síðustu aldamót orðaði ég skilgreiningarvanda samtímans á þessu sviði þannig í erindi á ráðstefnu Handverks og hönnunar: „Það er kunnara en svo að hér þurfi að orðlengja það, að samfélag okkar er myndvætt og manngert samfélag þar sem hönnun er ein af grundvallaratvinnugreinun- um. Við sem erum hér samankomin vitum það líka að handverk er einnig atvinnugrein, jafnframt því að vera dægradvöl. Hitt erum við ef til vill ekki eins viss um, hvar mörkin liggja milli handverks og hönnunar.“ Mér virðist á ritgerð Áslaugar að samskonar vandi hafi verið við tungutak hundrað árum fyrr, þegar mörkin milli heimilisiðnaðar og handverks bar á góma. Það má því spyrja hverjar séu hinar skýru andstæður í efnisnotkun og guðrún helgadóttir154 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.