Saga - 2012, Page 162
Ritstjóri Eimreiðarinnar, Sveinn Sigurðsson, ályktaði sem svo að „þessi mikla
þátttaka“ sýndi „hve alment menn hafa velt spurningunni fyrir sér, og hve
hún hefur snortið næmasta strenginn í oss, þrátt fyrir allan skoðanamun og
dægurþras, hinn viðkvæma streng ástarinnar á landi og þjóð.“ Sveinn skipti
svörunum gróflega í „tvo flokka eftir því, hvort efnisleg eða andleg verð -
mæti eru talin grundvöllurinn undir farsæld þjóðarinnar, þótt sú skifting sé
hvergi nærri einhlít, þar sem þetta tvent er í sumum svörunum látið fylgj-
ast að sem jafnréttháar aðstæður.“3 Enginn sem flettir tímaritum þessa tíma-
bils þarf að velkjast í vafa um það að „andleg verðmæti“ þjóðarinnar voru
mörgum Íslendingum mjög hugleikin. Samkeppni Eimreiðarinnar kom upp
í huga mér við lestur doktorsritgerðar Ólafs Rastrick því spurningin — og
þau þrjú svör sem birt eru í tímaritinu — fannst mér nokkuð lýsandi fyrir
skoðanir og hugarástand þeirra íslensku menntamanna og stjórnmála-
manna sem Ólafur skrifar um í doktorsriti sínu Íslensk menning og samfélags-
legt vald, 1910–1930 og við ætlum að ræða hér í dag.4
Ritgerð Ólafs skiptist í tvo meginhluta, pælingar og praktík, og er eins
og segir í inngangi, „söguleg athugun á menningarstefnu á Íslandi og fjallar
um gagnvirkt samspil menningarsviðs í mótun og samfélagslegs valds“ (bls.
7). Hér er um nýstárlega rannsókn að ræða og ritgerðin sætir að mínu mati
töluverðum tíðindum í íslenskri sagnfræði. Fáir íslenskir sagnfræðingar hafa
beitt póststrúktúralískri nálgun á viðfangsefni sín og höfundi tekst með
þeirri aðferð að varpa nýju ljósi á tímabil sem margoft hefur verið skrifað
um út frá öðrum sjónarhornum. Þegar maður flettir tímaritum þeim sem
Íslendingar gáfu út á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, og þegar maður
skoðar sagnaritun annarra landa þar sem svipaðar rannsóknir hafa verið
unnar síðustu tuttugu árin, þá spyr maður sig eiginlega hvers vegna í
ósköpunum enginn hafi skrifað þessa sögu áður. Innreið nútímans og sú
úrkynjun sem honum fylgdi (að margra mati) var svo greinilega nátengd
hugmyndum um siðbót og lífsgildi — á Íslandi sem og annars staðar — og
þessi nálgun afhjúpar og varpar ljósi á marga þætti í hugmynda- og menn-
ingarsögu okkar. En kannski má segja að efnið hafi einmitt þurft að bíða
fræðimanns eins og Ólafs sem væri óhræddur við að taka það nýstárlegum,
jafnvel ögrandi, aðferðafræðilegum tökum þótt auðvitað gagnist honum
fyrri rannsóknir íslenskra sagnfræðinga á tímabilinu.
Í fyrri hluta verksins, „Pælingum“, er fjallað um hugmyndir manna um
siðbætandi áhrif lista í samfélaginu. Þar er stuttlega rakið hvernig þessar
hugmyndir komu fram í Evrópu á átjándu og nítjándu öld, en síðan beinist
athyglin að túlkun þessara hugmynda meðal íslenskra rithöfunda og
menntamanna, þar á meðal hjá Gesti Pálssyni á síðari hluta nítjándu aldar-
rósa magnúsdóttir160
3 Ritstj., „Samkepnin,“ Eimreiðin 24 (1924), bls. 180–181.
4 Ólafur Rastrick, Íslensk menning og samfélagslegt vald, 1910–1930 (Reykjavík:
Hugvísindastofnun 2011). Hér eftir verður vísað til verksins í texta.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 160