Saga - 2012, Síða 174
enn búsettur erlendis, til að koma undir sig fótunum sem listamaður.
Líkneski hans af þeim Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sigurðssyni bera vissu-
lega vott um áhuga manna á að hagnýta listir í félagslegum tilgangi en þó
undir nokkuð öðrum og þjóðernispólitískari formerkjum en þeir Ágúst,
Guðmundur og Sigurður leggja mesta áherslu á. Gagnlegt hefði verið að fá
í ritgerðinni umfjöllun um einhver valin samanburðardæmi frá þessu tíma-
bili til að skýra betur þá þróun sem varð á praktískri menningarstefnu
stjórn valda á þriðja áratugnum. Í þessu sambandi vil ég hrósa Ólafi fyrir
innganginn að sjötta kafla ritgerðarinnar, sem lýsir vel aðdragandanum að
stofnun Listasafns Íslands sem hefst með einkaframtaki Björns Bjarnasonar
lögfræðings á níunda áratug nítjándu aldar. Í fleiri tilvikum hefði mátt lýsa
sögulegu samhengi eða samhengisleysi með hliðstæðum hætti, án þess þó
að brjóta aðferðarfræðilegan ramma ritgerðarinnar né þann lauslega tíma-
ramma sem unnið er með.
Í þeim samanburði sem Ólafur gerir á hugmyndum hinna „opinberu
menntamanna“ tuttugustu aldar og forvera þeirra um „listir sem siðmennt-
andi samfélagsafl“ (bls. 27) víkur hann að skrifum Íslendinga á nítjándu öld
um þetta efni og staldrar þar stuttlega við hugmyndir þess hóps rithöfunda
sem stóð að útgáfu tímaritsins Verðandi árið 1882. Hann vitnar meðal ann-
ars í skrif Gests Pálssonar um félagslegt hlutverk bókmenntanna og tengsl
þeirra við ritdeilu norska bókmenntafræðingsins Christens Collins og
danska gagnrýnandans Georgs Brandes um þetta efni (bls. 32–34). Að mínu
mati hefði Ólafur mátt fjalla ítarlegar um skrif Gests, til að mynda um hug-
myndir hans um listamannalaun og félagslegt hlutverk kómedíuskálda.
Staðreyndin er sú að sumt í málflutningi íslensku háskólamannanna á
öðrum og þriðja áratugnum, ekki síst Sigurðar Nordals, er beinlínis við -
bragð við þeirri áherslu sem Gestur og fleiri boðberar raunsæisstefnunnar í
bókmenntum lögðu á skáldin sem rannsakendur og á köflum lækna mann-
félagsmeina. Segja má að uppgjör þessara tveggja kynslóða hafi náð há -
marki í frægri ritdeilu Nordals og annars Verðandimanns, Einars H. Kvaran,
sem fram fór á þriðja áratugnum en kom síðar út á bók undir heitinu Skiptar
skoðanir, enda þótt þar hafi ýmislegt annað en fagurfræði borið á góma, þar
á meðal trú á líf eftir dauðann. Sjálfur lýsti Nordal þessari deilu sem upp-
gjöri kynslóða. Í einni þeirra greina sem hann skrifaði gegn Einari segir
hann íslenskum skáldum framtíðarinnar afdráttarlaust fyrir verkum: „Eg
trúi því, að það, sem marka mun nýja blómaöld íslenzkra bókmennta, verði
framar öllu nýr og dýpri skilningur skáldanna á sögu, menningu og ein-
kennum þjóðarinnar. Rannsóknir fræðimanna eiga að búa í hendur skáld-
unum, en þau aftur að eiga meginþátt í að skapa grundvöll íslenzkrar sálar -
fræði og íslenzkrar lífsskoðunar,“ segir hann og bætir við: „Erlendir lesend-
ur seilast ekki eftir íslenzkum skáldritum til þess að finna þar bergmál af
hugsunum sinna eigin skálda.“ Milli línanna má lesa ásökun um að Einar
og fleiri af hans kynslóð hafi gert „bækur sínar að farvegi erlendra hugs-
jón karl helgason172
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 172