Saga - 2012, Síða 177
lífsins“.15 En um leið er hann gagnrýninn á margt í framúrstefnulist nú -
tímans. Hann tekur til dæmis óbeint undir með þeim sem telja að ýmsir
málarar samtímans hafi gengið of langt í tilraunum sínum til að gera
eitthvað nýtt og vekja athygli með hneykslanlegri listsköpun. Sumt í þeim
tilraunum sé þó góðra gjalda vert:
auðvitað verður ekki neitað, að kúbistar og fútúristar hafa komizt
norður og niður fyrir allar skynsamlegar hellur. En á hinn bóginn eru
verk sumra impressiónistanna, sem fyrst voru fordæmd, nú almennt
viðurkennd, en það sýnir, að eitthvað í veruleikanum samsvarar þeim.
Og auk þess er hér aðalatriði fyrir mig, og það er engin tilviljun, í
hverja átt menn leita hins nýja, jafnvel þó þeir séu á frumleikaveiðum.
Og það, sem í þessu sambandi er merkilegt í þessum stefnum, er hve
greinilega er þar greint milli hlutar og áhrifa. Auðvitað fara fáir málar-
ar út í þær öfgar að mála hlutina eins og þeir eru, t.d. hvert blað á tré í
skógarmynd. En á flesta þeirra hefur það mikil áhrif, að þeir vita af
langri skoðun, hvernig hluturinn er, svo að þeir ósjálfrátt mála miklu
meira en þeir geta séð í einum svip. Það er einmitt gegn þessu, sem
impressionistinn rís. Hann vill gera sýn sína að barni, eins og hann sæi
hlutinn í hvert skipti í fyrsta sinn.16
Ég hefði talið eðlilegt að Ólafur færi betur ofan í þessa umræðu, sem ég hef
þó aðeins reifað hér að framan. Slík umfjöllun hefði meðal annars getað
dýpkað umfjöllun í fjórða kafla um „Fagurfræði fyrirmyndarborgarans“,
ekki síst í undirkaflanum „Ytri og innri fegurð“, þar sem skrif Alexanders
Jóhannessonar eru í brennidepli. Ég held nefnilega að fegurðarhugmyndir
sumra af þeirri „kynslóð“ sem hér um ræðir hafi verið öðrum þræði tengd-
ar uppgjöri þeirra við arfleifð natúralismans, þar sem áherslan var einkum
lögð á „hið sjúka, ruddalega, illa, sorglega“, svo vitnað sé í orð Nordals í
Einlyndi og marglyndi.17 Hægt er að líta á þau orð sem óbeint viðbragð við
málflutningi þeirra sem varð á sama tíma tíðrætt um „sjúkleika módern-
ískrar myndlistar“ (bls. 111). Það mætti í þessu sambandi velta fyrir sér að
hve miklu leyti Nordal var af sömu kynslóð og þeir Guðmundur og Ágúst
og að hve miklu leyti hann var málsvari „borgaralegrar fagurfræði“.
Að síðustu langar mig að nefna örfá smáatriði sem orka tvímælis. Í
fáeinum neðanmálsgreinum í ritgerðinni eru dregnar fram hliðstæður milli
samtíma okkar og menningarumræðunnar á öðrum og þriðja áratugnum. Í
einu tilviki er vitnað til orða Páls Skúlasonar sem tengdust vinnu hans við
verkefnið „Reykjavík, menningarborg Evrópu“ (bls. 217–18), í öðru tilviki
er vitnað í kynningarbækling Alþingis frá 2010 (bls. 229). Þar sem Ólafur
andmæli 175
15 Sama heimild, bls. 197.
16 Sama heimild, bls. 213–14.
17 Sama heimild, bls. 197.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 175