Saga - 2012, Síða 182
náttúrulegs jarðlagastafla þar sem teiknilögin taka í engu tillit til hans. Hins
vegar verður ekki betur séð en að mikil túlkun felist samt í skilgreiningu
þeirra jarðlaga sem stuðst er við í lýsingu teiknilaganna (sem og útilokun
annarra), og því er erfitt að sjá að aðferðin dragi á einhvern hátt úr túlkun á
vettvangi. Sé það látið liggja á milli hluta er ennfremur erfitt að átta sig á því
hvers vegna höfundur vill leggja áherslu á að minnka vægi slíkrar túlkun-
ar, og má jafnvel segja að það stangist á við umfjöllunina almennt. Þótt það
sé ekki sagt berum orðum leggur hún áherslu á rannsóknina sem eitt ferli
en ekki aðgreinda þætti, og er mikið lagt upp úr því að lýsa aðstæðum,
umræðum og hugmyndum sem áttu sér stað eða kviknuðu á vettvangi.
Sjaldan eða aldrei er þó vikið orðum að því hverjar aðstæður voru eða
hvernig „lífið“ var inni á rannsóknastofunum þar sem úrvinnsla uppgraft-
arins, og þá túlkun hans, fór fram.
Ritið er virkilega veglegt og glæsilega úr garði gert. Það er fallegt
ásýndum, pappír er þykkur, ljósmyndir fjölmargar og flestar í lit, en auk
þess er ritið prýtt fjölda uppdrátta og korta. Áttamið vantar raunar á nokkra
uppdrætti, og er það bagalegt þar sem vísað er til átta í umfjöllun í texta (sjá
bls. 81, 104, 116, 124 og 131). Uppsetning er öll mjög snyrtileg; spássíur eru
til að mynda miklar þannig að loftar um bæði texta og myndefni, en hvort
tveggja nýtur sín fyrir vikið mjög vel. Einnig verða textabox, þar sem greint
er frá einstaka fundum eða skemmtilegum atvikum af vettvangi uppgraft-
arins, til þess að brjóta upp og létta formið enn frekar.
Fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri var meðal þeirra rannsókna sem
ýtt var úr vör fyrir tilstilli Kristnihátíðarsjóðs um aldamótin síðustu, en
rannsóknin naut þó fjölda annarra styrkja að auki. Fyrir vikið var unnt að
halda rannsókninni áfram eftir tíð Kristnihátíðarsjóðs, og er Skriðuklaustur
eina klaustrið hérlendis sem grafið hefur verið upp í heild sinni og rann-
sakað með svo ítarlegum hætti. Rannsókn Steinunnar er að því leyti einstök
og hefur aflað þekkingar á stofnun sem var að mestu leyti gleymd, auk þess
sem hún hefur vakið nýjar spurningar um sögu og starfsemi klaustranna
almennt. Rannsóknin sýnir, svo ekki verður um villst, hvers fornleifafræðin
er megnug þegar kemur að hinum óskráðu þáttum fortíðar — hversu
gloppóttar ritheimildir okkar eru — og hvernig sameiginlegt minni, eins og
til dæmis það sem tengist ríkjandi hugmyndum um starf klaustranna, felst
ekki síst í sameiginlegri gleymsku.
Uppgrefti á Skriðuklaustri lauk sumarið 2011 og var endurgerð grunn-
mynd klaustursins formlega opnuð almenningi í ágúst 2012. Steinunn setur
fornleifafræðingum gott fordæmi með útgáfu niðurstaðna svo skömmu eftir
að uppgrefti lýkur, og á hún hrós skilið fyrir það, auk þess sem ritið er ekki
síður góð fyrirmynd þegar kemur að miðlun til almennings. Bókin er til-
einkuð þeim einstaklingum öllum sem jarðaðir voru í kirkjugarði Skriðu -
klausturs, en Steinunn greinir frá því að henni hafi verið ljóst að ekki væru
allir sáttir við að ró látinna yrði raskað með rannsókninni. Ef við látum það
ritdómar180
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 180