Saga - 2012, Page 183
liggja á milli hluta held ég að óhætt sé að fullyrða að minningu þessara ein-
staklinga, sem fyrir áratug var ekki til, sé mikill sómi sýndur með þessu riti.
Þóra Pétursdóttir
Viðar Hreinsson, BJARNI ÞORSTEINSSON. ELDHUGI VIÐ YSTA
HAF. Veröld. Reykjavík 2011. 498 bls. Myndir, tilvísana- og heimilda-
skrá, mynda- og nafnaskrá (með skýringum). Verkaskrá Bjarna
Þorsteinssonar (Una Margrét Jónsdóttir).
Í fyrra komu út þrjár viðamiklar ævisögur presta: Brautryðjandinn, ævisaga
Þórhalls Bjarnarsonar biskups eftir Óskar Guðmundsson, Trúmaður á tíma-
mótum, saga Haralds Níelssonar guðfræðiprófessors eftir Pétur Pétursson,
og sú bók sem hér skal fjallað um. Sögupersónurnar eiga fleira sameiginlegt
en að vera þjóðkunnir þjónar þjóðkirkjunnar. Þeir voru allir „aldamóta-
menn“. Þeir lifðu það skeið sem kalla má innreið nútímans í íslenskt sam-
félag og þá þjóðbyggingu sem varð á lokaskeiði sjálfstæðisbaráttunnar.
Þórhallur var elstur, fæddur 1855, þá kemur Bjarni sex árum yngri og loks
Haraldur, en milli hans og Bjarna voru sjö ár. Bjarni lifði svo hina tvo en
hann dó 1938.
Eldhugi við ysta haf vekur spurninguna um eðli ævisögunnar á ágengari
hátt en hinar sögurnar. Vissulega er hún fræðilega unnin, byggð á víðtækri
heimildaöflun og að því er virðist almennt traustri heimildarýni. Viðfangs -
efni hennar og „niðurstöður“ eru hins vegar þröngar. Verkið er rækileg ævi-
saga Bjarna Þorsteinssonar og í þeim skilningi ótvírætt fræðilegt framlag.
Vegna þess forms sem höfundur velur verkinu verður það hins vegar lítið
meira. Rannsóknin sem býr að baki leyfir litlar ályktanir umfram þær sem
lúta að sögupersónunni sjálfri nema ef vera skyldi um sögu Siglufjarðar -
kaupstaðar, enda var Bjarni sæmdur heitinu conditor urbis — höfundur
Siglufjarðar. Við lesturinn leitar sú tilfinning þó þráfaldlega á hvort verkið sé
ekki fyrst og fremst fagurbókmenntalegs eðlis en oft er litið svo á að ævi-
sagan liggi einmitt á þeim mörkum. Hér er ekki átt við málfar og stíl verks-
ins heldur fyrst og fremst frásagnaraðferðina. Inn í frásöguna er víða örlítið
„strúktúrlaust“ vafið aragrúa smáatriða sem lúta ýmist að sögupersónunni
sjálfri eða nánasta umhverfi hennar (t.d. bls. 198–9). Aðferðin skapar þó
nálægð og tilfinningu fyrir aðstæðum án þess að gripið sé til sviðsetninga.
Þrátt fyrir það vakna einstöku sinnum spurningar um hvert hlutverk höf-
undar sé. Ber honum ekki að draga ályktanir af efni sínu og benda lesend-
um á hvaða víðari skírskotun það hafi fyrir samtímasögu verksins í ein-
hverjum skilningi? Hófsemi Viðars í þessu efni veldur því að lesanda finnst
ritdómar 181
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 181