Saga - 2012, Page 184
hann vera að lesa fagurbókmenntir sem veiti innsýni í sögu einstaklings sem
vissulega megi læra eitt og annað af, en þá upp á eigin spýtur.
Bók Viðars er sannkallað sýslulíf Bjarna Þorsteinssonar en það hugtak
er viðhaft um tiltekinn flokk biskupasagna frá miðöldum og má þýða sem
starfssaga á nútímaíslensku. Hvarvetna stendur Bjarni í forgrunni sögunnar.
Hún er vissulega ekki sögð frá sjónarhóli hans. Þvert á móti er honum lýst
utan frá og raunar á fremur óvæginn hátt. Bent er á að hann hafi dulið til-
finningar sínar undir harðri skel, misst taktinn við samtíð sína er aldurinn
færðist yfir og drukkið meira en góðu hófi gegndi. Vissulega er þetta
skuggi, en allir eiga sér skugga og þetta er ekki óalgeng skuggamynd af
karli í valdastöðu. Sjónarhornið verður aldrei það vítt að bókin bæti ein-
hverju verulegu við þá þekkingu sem við höfum á samtíð sögupersónunnar,
eins og keppt er eftir í sagnfræðilegum ævisögum. Hér liggur meðvitað val höf-
undar til grundvallar en ævisöguformið er margrætt og býður upp á marg-
víslega möguleika. Það varpar nokkru ljósi á efnistök höfundar að um 170
bls. fjalla um persónu Bjarna, æsku hans, uppvöxt, námsár og elli. Nokkurn
veginn jafnlangir hlutar (um 70 bls. hvor) fjalla um prestsstörf hans og
þjóðlagasöfnunina og loks næststærsti hluti verksins (um 110 bls.) um störf
hans í þágu Hvanneyrarhrepps, síðar Siglufjarðarkaupstaðar. Líklega end-
urspegla þessi hlutföll lífsstarf Bjarna á raunsannan hátt.
Vissulega var Bjarni prestur alla sína starfstíð. Raunar má segja að hann
hafi verið dugandi prestur miðað við að hugur hans stóð ekki til guðfræði -
náms og prestskapar. Hann bjó guðsþjónustulífi í sókn sinni snemma
verð uga umgjörð og kom á það góðri skipan. Þá lagði hann kirkjunni til
hátíðarsöngvana sem enn hljóma, t.d. við aftansöng í útvarpinu sérhvert
aðfangadagskvöld, og tók auk þess drjúgan þátt í að innleiða nýjan kirkju-
söngsstíl í landinu. Dregin er upp sú mynd af honum að hann hafi verið
mikill trú maður og haldið sig við einfaldan en strangan boðskap og haft
ímugust á „nýju guðfræðinni“, sem m.a. Haraldur og Þórhallur voru fulltrú-
ar fyrir. Ekki skal efast um trú Bjarna, en greining Viðars á guðfræði hans er
tæpast nægilega undirbyggð til að taka afstöðu til hennar. Tónarnir í guð -
fræði Bjarna kunna að hafa ráðist af því að hann stundaði guðfræði námið
með hangandi hendi og hafði e.t.v. takmarkaða burði til að fylgjast með í
greininni. Hans verður þó lengur minnst fyrir þjóðlagasöfnun sína og tón -
smíðar og þann skerf sem hann lagði þannig til menningarsögu þjóðarinnar,
enda byggist „endurkoma“ hans á því framlagi. Þá munu Sigl firð ingar lengi
minn ast hans sem höfundar nútímaskipulags og eins af frum kvöðlum
nútíma væðingar í plássinu.
Náin tengsl voru milli þessara að því er virðist óskyldu þátta á störfum
Bjarna og kemur það vel fram í verkinu. Tónlistarsköpun hans á kirkjulegum
og veraldlegum vettvangi miðaði að sama marki, að leggja grunn að
þjóðernisrómantískri sönghefð eftir þýsk-skandínavískum fyrirmyndum
(bls. 426). Þá vildi svo til að hann var einn úr hópi nokkurra presta af sinni
ritdómar182
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 182