Saga - 2012, Page 188
lega, til þess að það yrði látið í friði. Hann dreymdi um að breyta sjálfsmynd
norrænna manna og búa til eitthvað sem Sveinn Skorri kallaði „norræna
þjóðernishyggju“ (bls. 228). Í bókinni glittir einnig í hugsjónamann sem
virðist hafa áttað sig á sumum þeim heimspólitísku vindum sem léku um
Ísland, t.d. því að landið var á bresku valdssvæði fram í síðari heimsstyrj-
öld (bls. 363).
Bókin Landnám er ekki helgisaga heldur gagnrýnin umfjöllun um rit-
höfund sem oft gustaði um. Þetta er saga af útlaga en um leið heimsborg-
ara, sem um fimmtugt sneri aftur til heimahaganna, saga manns sem fram-
an af ævinni barðist í bökkum en tókst með ómældum fórnum að verða
þekktur rithöfundur. Áhugaverð er t.a.m. greining höfundar á því hvernig
Gunnar kaupir sér „aðgöngumiða“ að samfélagi betri borgara í Kaup -
manna höfn með því að klæðast nýjum búningi, grænum fötum (bls. 119).
Sama er að segja um ítarlegar lýsingar á samskiptum Gunnars við útgefanda
sinn, hið þekkta Gyldendal-forlag.
Höfundur vekur athygli á ýmsum þverstæðum í lífi Gunnars. Snemma
í bókinni eru lesendur t.d. ítrekað minntir á kyn söguhetjunnar; hann sé
karlmaður. Smám saman verður ljóst að tilgangurinn með þessu er sá að
undirstrika það hlutverk sem Gunnar virðist hafa ákveðið að leika í lífinu,
að verða að fullgildum, heiðvirðum, borgaralegum karlmanni sem væri ekki
aðeins fyrirvinna og höfuð fjölskyldu sinnar, heldur einnig maður sem nyti
virðingar jafningja sinna. Í þessu samhengi verða frásagnir höfundar af
framhjáhaldi Gunnars einkar áhugaverðar.
Bókin er ítarleg án þess þó að verða langdregin. Í þágu hraðari fram-
vindu hefði þó e.t.v. mátt færa einstakar frásagnir úr meginmáli í aftan-
málsgreinar. Höfundur er greinilega að reyna að gera vel við sem flesta, t.d.
þar sem hann skýtur inn frásögn af nýlegum uppgreftri á klaustrinu á
Skriðu (bls. 479). Einn helsti styrkur þessarar bókar er annars sá að góð grein
er gerð fyrir helstu túlkunum annarra fræðimanna á einstökum ritsmíðum
og atburðum í lífi Gunnars. Höfundur vegur þær og metur með yfir-
veguðum hætti og býður síðan lesendum upp á eigin túlkanir sem oftast
hljóma sannfærandi.
Alloft vísar höfundur til sjálfs sín í þriðju persónu, t.d. sem „höfundar
þessarar bókar“, en í flestum tilfellum gerir hann það ekki, þ.e. oftar fellir
hann dóma um menn og málefni án þess að vara lesendur sérstaklega við.
Þannig fáum við t.a.m. að vita að ákveðinn kafli Fjallkirkjunnar sé einn sá
fallegasti (bls. 33). Talsvert er um slíkar innlifanir eða hluttekningar höf-
undar. Hann talar t.d. um sorglegustu afleiðinguna af ósætti Gunnars og
Einars Jónssonar myndhöggvara (bls. 130). Einnig fáum við að vita að til-
tekinn texta Gunnars sé gaman að lesa (bls. 134). Og þegar kemur að því að
rekja erfiðleika í sambandi Gunnars og eiginkonu hans Franziscu, þá segir:
„Nú taka við erfið ár, fyrir Gunnar, fyrir hans nánustu — ekki síst Franziscu
— og fyrir okkur sem fylgjum honum í gegnum söguna“ (bls. 211). Árekstur
ritdómar186
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 186