Saga - 2012, Page 190
Magnús Þór Hafsteinsson, DAUÐINN Í DUMBSHAFI. Bókaútgáfan
Hólar. Reykjavík 2011. 454 bls. Yfirlitskort, skrár yfir staðarnöfn, stofn-
anir og hernaðaraðgerðir, persónur, skipanöfn og skipalestir, tæki og
annan búnað, ljósmyndir.
Dauðinn í Dumbshafi hefur fengið góðar viðtökur síðan hún kom út fyrir
síðustu jól, verið endurprentuð mörgum sinnum og vakið töluverða athygli.
Íshafssiglingar Bandamanna í síðari heimsstyrjöld eru feykilega spennandi
hlið stríðsins frá sjónarhóli Íslendinga enda koma herstöðvar þeirra hér á
landi mjög við sögu. Fjöldi skipalesta sigldi um árabil með vígbúnað og vistir
handa Sovétmönnum sem áður höfðu verið fyrirlitnir fjandmenn. Siglingar
til Sovétríkjanna nefndust PQ og voru númeraðar á einfaldan hátt. Skipa -
lestir til baka nefndust QP og þegar fram í sótti var reynt að tímasetja sigl-
ingarnar fram og aftur þannig að vernd herskipa, kafbáta og flugvéla nýttist
tveimur skipalestum í einu. Aðstæður voru þó að sjálfsögðu þannig að sigl-
ingar þessar voru skelfilegar svaðilfarir og hryllingssögurnar óteljandi.
Magnús Þór Hafsteinsson gerir þessu öllu góð skil, hefur safnað saman gíf-
urlegu efni og undanskilur fátt í frásögn sem spannar um 450 síður með
smáu letri auk 528 aftanmálsgreina.
Efni bókarinnar er m.ö.o. bæði mikið að vöxtum og afar áhugavert og
því hálfu dapurlegra að úrvinnsla þess og frágangur allur er svo slakur að
gildi bókarinnar er langtum minna en vænta mátti. Aðal- og aukaatriði
renna saman í einn mikilfenglegan hrærigraut og lesendur þurfa að hafa
mikið fyrir því að átta sig á heildarmyndinni. Fáein einföld atriði hefðu gjör-
breytt þessu og öll eru þau reyndar þess eðlis að þau ættu að vera sjálfsögð
í riti af þessu tagi.
Bókin skiptist í 25 kafla en í upphafi hvers þeirra er ljósmynd og bein til-
vitnun, oft langar og mishnitmiðaðar tilvitnanir í dagbækur eða skýrslur en
sumar vel heppnaðar, svo sem tilvitnunin í spámanninn Jesaja í upphafi 23.
kafla þar sem engu er líkara en vísað sé til stríðsrekstrar á 20. öld. Að auki
eru nokkrar síður með fjölda ljósmynda á tveimur stöðum í bókinni, fimm
yfirlitskort og álíka margar skýringarmyndir, greinargóðar og auðskildar. Í
inngangi gerir höfundur grein fyrir því hvernig rannsókn hans er til komin,
afmarkar hana og varpar fram fjölda spurninga. Í fyrsta kafla segir frá skip-
brotsmönnum af sovéska skipinu Dekabrist sem áttu skelfilega vist á Vonar -
ey á milli Svalbarða og Bjarnareyjar 1942–1943. Síðan bíður lesandi spennt-
ur eftir því að öðlast skilning á þýðingu þessarar hryllingssögu fyrir umfjöll-
un um skipalestirnar en að lestri loknum er hann engu nær um tilgang þess
að hefja bókina á þessari sögu sem hefur lítil tengsl við annað það sem
greint er frá. Í næsta kafla hefst hin eiginlega umfjöllun og eftir það fylgir
uppbyggingin hverri skipalestinni á eftir annarri uns þær hættu að sigla frá
Hvalfirði. Bókinni lýkur þannig snögglega þegar siglingunum lýkur. Sár -
lega vantar lokakafla þar sem gerð væri tilraun til að draga þetta mikla efni
ritdómar188
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 188