Saga - 2012, Blaðsíða 196
Þótt höfundur gefi verk sitt út sjálfur naut hann einhverrar fjárhagslegrar
fyrirgreiðslu Kirkjumálasjóðs og Biskupsstofu. Það er gleðilegt að Þjóð -
kirkjan skuli sjá sér fært að styðja rannsóknir og útgáfu fræðirita. Það væri þó
fróðlegt að vita hvernig umsóknir um slíkt eru metnar og um þær vélað.
Hér er alltjent um opinbert fé að ræða meðan kirkjan er þjóðkirkja.
Hjalti Hugason
Sigurður Gylfi Magnússon, WASTELAND WITH WORDS. A SOCIAL
HISTORY OF ICELAND. Reaktion Books. London 2010. 288 blaðsíður.
Myndir, kort, nafnaskrá, myndaskrá.
Það kemur nokkuð á óvart og er um leið spennandi að einsögufræðingur
skuli skrifa félagssögu heils lands. Hversu öðruvísi getur útkoman orðið?
Þessi spurning á við um bókina Wasteland with Words, sem samin er af
Sigurði Gylfa Magnússyni sem leiðir Miðstöð einsögurannsókna við Reykja -
víkurAkademíuna og er meðal virkra félaga í alþjóðlegu samstarfsneti ein-
sögufræðinga (sjá www.microhistory.eu). Í bókinni freistar hann þess að taka
saman sögu Íslands frá upphafi 19. aldar til samtímans út frá sjónar horni
almennings eða, eins og segir innan á bókarkápu, „through the lives of
everyday people — farmers, fishermen, priests and others — showing how
literacy and education were crucial factors in both personal and na tional
development“. Þetta síðasta er það sem Sigurður Gylfi vísar til með orðinu
„words“ í heiti bókarinnar. Samtímis ætlar hann sér að sýna hvernig Ísland,
sem lengi byggðist á því sem hann nefnir „primitive barter economy“,
breyttist í samfélag sem í lok tímabilsins flæktist inn í alþjóðlegt fjármála-
brask og varð djúpstæðri kreppu að bráð. Ekki fást í þessari bók svör við því
hvers vegna það gerðist, heldur verður að leita annað eftir þeim. Áherslan
hér er á það hvernig venjulegt fólk upplifði breytingar á félagslegum og
efnahagslegum þáttum. Fátt segir í bókinni af hugsunarhætti og ákvörðun-
um þeirra einstaklinga sem réðu yfir fjárhag landsins. Hér er á ferðinni saga
samfélags og horft er neðan frá og upp.
Árið 1993 varði Sigurður Gylfi doktorsritgerð sína, The Continuity of
Everyday Life: Popular Culture in Iceland 1850–1940. Síðan hefur hann lokið
við nokkur verkefni þar sem hann prófar hina einsögulegu aðferð. Hann
nýtir margt úr þessum athugunum sínum í bókinni og ver miklu rými í að
sýna daglegt og staðbundið líf alþýðufólks á þessari sérstöku eyju. Eigi á
annað borð að skrifa félagssögu heils lands út frá einsögulegu sjónarhorni
ætti Ísland að henta einkar vel vegna fólksfæðar. Þar bjuggu á 11. öld um
það bil 70 þúsund manns (okkur finnst það kannski afar fáir íbúar, en við
megum ekki gleyma því að þá bjuggu aðeins þrisvar sinnum fleiri í Noregi;
ritdómar194
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 194