Saga


Saga - 2012, Page 197

Saga - 2012, Page 197
núna eru Íslendingar 330 þúsund og Norðmenn sextán sinnum fleiri). Á 18. öld voru Íslendingar um nokkurt skeið innan við 50 þúsund, en síðan hófst uppgangur. Lífskjör bötnuðu og æ fleiri börn náðu fullorðinsaldri. Fjöldi annarra félagslegra breytinga fylgdi fólksfjölguninni og einmitt þær eru meginþema bókarinnar. Einsögulegt sjónarhorn lýtur ekki einungis að umfangi þess sem athug - að er. Það snýst einnig um það sem rannsakandinn sér og hvernig tekið er á viðfangsefninu. Ítarlegast skrifar Sigurður Gylfi um ævi og kjör alþýðu manna („the lives of everyday people“) og þar er greiningin nákvæmust. Áherslur hans eru fyrir vikið ekkert endilega eða einvörðungu einsöguleg- ar heldur allt eins, og jafnvel frekar, félagssögulegar. Það sést ekki bara á því að mikið er fjallað um daglegt líf, félagslegar aðstæður og efnismenningu. Í félagssögu er ávallt pólitískt sjónarhorn og það á við um þessa bók. Stöðugt er minnt á það hversu miklu skiptir að sagnfræði fjalli ekki einungis um fólk sem hafði völd heldur um venjulegt fólk („everyday people“). Sú hugmynd er þarafleiðandi ekki úrelt að rétt sé að skrifa sögu fjöldans og það fyrir sem flesta. Líti maður svo á að „almenningur“ séu þeir einstaklingar sem strit - uðu og þjáðust, og bjuggu við fátækt og umkomuleysi, er Ísland einmitt rétti staðurinn til að finna heimildir. Höfundur gerir grein fyrir hverju atriði fyrir sig í því skyni að greina félagslegar aðstæður Íslendinga síðustu tvær aldir. Efnisatriði líkjast því sem oftast birtast í þessari tegund félagssögu. Rætt er um aldurshópa og lífs- skeið, fæðingar, uppeldi, menntun og (smám saman) skólagöngu, vinnu barna, atvinnulíf, sjúkdóma, elli og dauða, búskaparhætti, kynjahlutverk og muninn á þéttbýli og dreifbýli. Fyrir lesanda sem þekkir til norskrar félags- og hversdagssögu er margt kunnuglegt í bók Sigurðar Gylfa, ekki síst ef Ísland er borið saman við svæði í Noregi þar sem fiskveiðar og búskapur voru það sem flestir lifðu af langt fram á síðustu öld. Í flestum köflum er aðferð höfundar sú að tengja almenna þróun við upplifun einstaklinga. Um hið síðarnefnda er margt sótt í dagbækur og end- urminningar, sem fólk ýmist skrifaði sjálft eða sagði fyrir. Stundum er líka persónuleg reynsla látin varpa ljósi á almenn atriði. Þetta veldur því að lítið fer fyrir mun á héruðum og styttri tímabilum í umræðu Sigurðar Gylfa. Sú mynd sem birtist er á köflum of gróf: svona var þetta á Íslandi! Þróun sam- félagsins er skipt í of fáa hluta: svona var nývæðingin. Og í bókinni er hún ein í hlutverki eiginlegs breytingarafls í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar. Aldirnar fyrir 1800 fá reyndar sérstakan kafla og fjallað er um árin eftir 1940 í tveimur síðustu köflum bókarinnar. Tímabilið 1850–1940 fær langmest rými — og það eru líka þeir áratugir sem höfundur hefur fjallað mest um á fræðilegum vettvangi. Sá þráður sem bindur bókina saman er áhersla Sigurðar Gylfa á skóla- göngu og menntun, ekki hvað síst lestur og skrift. Þegar fjallað er um sam- félagið almennt kemur skýrt fram hverst mikil áhrif umbætur á skólakerfi ritdómar 195 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.