Saga - 2012, Page 203
AF AÐALFUNDI SÖGUFÉLAGS 2 0 1 2
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 27. október í
fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar. Forseti félagsins setti fund-
inn kl. 15 en skipaði síðan Önnu Agnarsdóttur prófessor fundar-
stjóra og Súsönnu Margréti Gestsdóttur sagnfræðing fundarritara.
Að vanda var fundurinn þokkalega sóttur.
Forseti flutti skýrslu stjórnar og reikningar félagsins voru lagðir
fram til samþykktar. Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir
fundinum. Við stjórnarkjör urðu engar breytingar á þeirri stjórn sem
kjörin var á aðalfundi 2011. Guðni Th. Jóhannesson var þá kjörinn
forseti til tveggja ára og aðrir stjórnarmenn gáfu áfram kost á sér. Í
aðalstjórn voru endurkjörnir Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri við
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Helgi Skúli Kjartansson
prófessor, Illugi Gunnarsson alþingismaður, og Súsanna Margrét
Gestsdóttir sögukennari. Í varastjórn voru endurkjörin Helga Jóna
Eiríksdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands, og Sverrir Jakobs -
son aðjúnkt. Skoðunarmenn reikninga voru líka endurkjörnir: Guð -
mundur Jónsson prófessor og Sveinn Agnarsson, forstöðu maður
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þá var endurkjörinn vara -
maður Gísli Gunnarsson, prófessor emeritus.
Víkur þá sögunni að skýrslu stjórnar Sögufélags. Í upphafi máls
míns þakkaði ég Önnu Agnarsdóttur, forvera á forsetastóli, fyrir að
hafa verið mér innan handar og reiðubúin að svara spurningum um
hvaðeina sem snýr að félaginu. Eins og venja er sátu varamenn í
stjórn stjórnarfundi til jafns við aðra. Nýkjörin stjórn skipti með sér
verkum á fyrsta stjórnarfundi. Bragi Þorgrímur Ólafsson var kjörinn
gjaldkeri, Súsanna Margrét Gestsdóttir ritari og aðrir aðalstjórnar-
menn töldust meðstjórnendur. Stjórnin hélt 11 formlega fundi en
skiptist jafnframt á skoðunum utan stjórnarfunda ef verða vildi, til
dæmis með tölvupóstum.
Saga. Hausthefti Sögu, tímarits Sögufélags, kom út í desember
2011. Ritstjóri var sem fyrr Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur og í rit-
nefnd sátu sömu fulltrúar og áður: Davíð Ólafsson, Már Jónson, Páll
Björnsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sveinn Agnarsson — öll
sagnfræðingar og sá síðasttaldi hagfræðingur að auki. Í haustheftinu
snerist „spurning Sögu“ um hugmyndir að baki skilgreiningu ævi-
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 201