Saga - 2012, Page 204
sögunnar. Tvær fræðigreinar voru birtar í heftinu og tvær viðhorfs-
greinar auk andmæla, athugasemda, ritdóma og annars efnis sem á
fastan sess í Sögu. Tímaritinu var vel tekið að venju.
Hinn 7. mars 2012 varð Sögufélag 110 ára. Tímamótanna var
minnst með því að gera Sögu aðgengilega á vefnum www.timarit.is,
að undanskildum síðustu fimm árgöngum. Ný saga flaut einnig
með. Var þetta gert samkvæmt samningi við handritadeild Lands -
bókasafns Íslands – Háskólabókasafns um skönnun tímaritsins og
aðra nauðsynlega vinnu. Þessi tilhögun er og verður Sögufélagi að
kostnaðarlausu en stóreykur notagildi Sögu. Fjölmargir sagn fræð -
ingar og aðrir áhugamenn um liðna tíð hafa fagnað þessu framtaki.
Ljóst má vera að kröfur innan háskólasamfélagsins um opinn
aðgang að rannsóknum munu hafa áhrif á útgáfu fræðirita á Íslandi,
jafnvel fyrr en varir. Stjórn Sögufélags veit af því og mun bregðast
við eftir því sem við á. Stefnt er að því að Saga verði áfram besti vett-
vangur þeirra sem vilja gefa út vandaðar fræðigreinar um sögu
Íslands.
Vorhefti Sögu árið 2012 kom út á tilsettum tíma, með sama rit-
stjóra og ritnefnd og áður. Þrjár fræðigreinar voru í því og viðtal við
hjónin David Cannadine og Lindu Colley, prófessora í sagnfræði við
Princeton-háskóla, auk fastra liða eins og venjulega.
Útgáfa árið 2012. Lokamánuðir síðasta árs voru annasamir því að
þrjú rit Sögufélags komu þá út auk eins sem félagið gaf út í sam-
starfi við bókaforlagið Uglu. Það var bókin Ingibjörg. Saga Ingibjargar
Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta. Margrét Gunnars -
dóttir ritaði þá bók og hlaut hún lofsamlega dóma. Hún er 312
blaðsíður, myndskreytt og lýsir vel ævi Ingibjargar þótt ríkulegum
heimildum sé ekki til að dreifa. „Bók sem varpar nýju ljósi á hvers-
dagslíf Ingibjargar og Jóns,“ segir í kynningartexta á vefsíðu Sögu -
félags, „og bregður upp skýrri mynd af merkilegri konu sem löng-
um hefur staðið í skugga eiginmanns síns.“
Aðalgeir Kristjánsson og Hjalti Snær Ægisson tóku saman fróð -
legt rit, 184 blaðsíðna langt, með bréfaskiptum Gríms Thomsen og
Brynjólfs Péturssonar. „[Í] þeim má finna ferðalýsingar, bókmennta -
rýni, leikhúsdóma, lifandi umræðu um þjóðmál og hressandi slúður
um samlanda þeirra í Kaupmannahöfn,“ svo aftur sé vitnað í kynn-
ingarorð Sögufélags. Greinargóður formáli er einnig í verkinu sem
tilheyrir bókaflokknum Smárit Sögufélags. Þá kom út hið mikla rit
(680 blaðsíður), Yfirrétturinn á Íslandi. Dómar og skjöl I. Björk Ingi -
mundardóttir og Gísli Baldur Róbertsson á Þjóðskjalasafni sáu um
af aðalfundi sögufélags 2011202
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 202