Saga - 2012, Page 208
upplýsingar þótt enn sé nokkurt verk óunnið svo að hún nýtist
félaginu sem best.
Hinn 3. apríl, á 130 ára afmæli Þjóðskjalasafns Íslands, undirrit-
uðu forseti Sögufélags og Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóð -
skjalavörður, samkomulag um varðveislu skjalasafns Sögufélags á
safninu.
Fjórða íslenska söguþingið var haldið 7.–10. júní 2012. Sögufélag
stóð að því með Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðinga -
félagi Íslands, Félagi sögukennara á Íslandi og ReykjavíkurAkademí -
unni. Þingið þótti heppnast vel.
Í júlí 2012 sagði Hið íslenska þjóðvinafélag upp samningi við
Sögufélag um dreifingu rita þess, Almanaksins og Andvara. Lauk þar
— í sátt — samstarfi félagana á þessu sviði.
Áform í útgáfu. Árið 2010 sömdu Styrktarfélag SPRON og Sögu -
félag um ritun sögu SPRON. Árni Haukdal Kristjánsson sagn -
fræðingur var ráðinn til verksins og annar sagnfræðingur, Sigurður
Gylfi Magnússon, var fenginn til að ritstýra því. Verkið kemur út á
vormánuðum. Að hausti kemur út fimmta ritið í flokknum Safn
Sögufélags. Verður það þýðing á „níðriti“ Johanns Anderson, Nach -
richten von Island, gefið út í Hamborg 1746. Már Jónsson, prófessor í
sagnfræði, þýðir verkið og semur bæði skýringar og formála. Ekkert
er fast í hendi um önnur rit. Þó standa vonir til þess að eitt „smárit“
komi út á næsta ári og vissulega vantar ekki viljann til þess að gefa
út fleiri rit. Má þar nefna veglegt verk um konunga Íslands sem
Anna Agnarsdóttir hefur lengi haft í bígerð, í samvinnu við meist-
aranema í sagnfræði við Háskóla Íslands, og útgáfu á Lands -
nefndar skjölum í umsjón Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings. Þá
hafa önnur verk verið til umræðu en ekki er tímabært að greina frá
þeim að svo stöddu. Sama má segja um annað sem stjórn Sögufélags
hefur rætt öðru hvoru undanfarið ár, að kanna möguleika á útgáfu
annars tímarits um söguleg efni, í anda Nýrrar sögu sællar minning-
ar en þó frekar við alþýðuhæfi.
Hlutverk og framtíð Sögufélags. Ekki er ofsagt að síðastliðin tvö ár
hafi miklar breytingar orðið á starfsemi félagsins. Snemma árs 2011
lét Ragnheiður Þorláksdóttir af störfum hjá því eins og rakið var í
síðustu ársskýrslu. Ragnheiður hafði unnið fyrir Sögufélag í rúman
aldarþriðjung, 37 ár, og skipar stóran sess í sögu þess. Á þessu ári
flutti Sögufélag svo starfsemi sína úr húsinu í Fischersundi þar sem
það hafði verið frá árinu 1991.
Hvað gerist næst? Í kafla um markmið félagsins í lögum þess
af aðalfundi sögufélags 2011206
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 206