Saga - 2014, Page 200
nýjum sjónarhornum. Guðný sýnir fram á að sú skráning sem nú liggur
fyrir í Landsbókasafni er ekki hlutlaus fremur en önnur mannanna verk,
heldur felur hún í sér mat og túlkun sem lokar fjölmörgum dyrum um leið
og hún opnar að sönnu aðrar (bls. 26–29). Þannig sýnir Guðný fram á að
textar um og eftir konur séu líklega mun fleiri og fjölbreyttari í hillum
Þjóðarbókhlöðunnar en skrárnar gefa til kynna. Á næstu árum og áratugum
kunna því ýmsar „huldukonur“ að koma fram á sjónarsviðið í slóð
Guðrúnar Ketilsdóttur. Þar með gætu orðið eins konar viðmiðahvörf (para-
digm shift) á borð við þau sem Thomas Kuhn ræddi um í frægu riti sínu, en
nú á sviði rannsókna á íslenskri kvenna- og alþýðumenningu.
Þá sýnir Guðný einnig á athyglisverðan hátt hvernig farið hefur verið
með texta um konu, í þessu tilviki Guðrúnu Ketilsdóttur, sem þó hefur ekki
orðið gleymskunni að bráð. Með hjálp hans hefur verið sköpuð skopmynd af
kerlingu, „Gunnu suðu“, er þvælst hafi símasandi milli bæja, slengjandi öllu
saman í einn hrærigraut. Með þessari lýsingu var fyrri útgáfu á textabrotinu
um hana fylgt úr hlaði á 3. áratug nýliðinnar aldar. Þannig var gengið út frá
að um kímnisögu af kynlegum kvisti væri að ræða (bls. 20–22). Þá er athygl-
isvert að bera textann eins og hann var birtur í Grímu saman við stafrétta
útgáfu Guðnýjar á texta elsta varðveitta handritsins, ÍB 883, 8vo. Sá fjölhæfi
maður Jónas Rafnar (1887–1972) gerir nokkra grein fyrir vinnubrögðum sín-
um við útgáfu textans, sem gera má ráð fyrir að hafi verið ríkjandi um hans
daga og raunar lengur við skrásetningu og útgáfu þjóðfræðiefnis. Hann
kveðst „skrifa [sögurnar] undir prentun“ og þar með breyta þeim, þótt hann
voni að skrásetjurum þyki hann ekki „lýta“ verk þeirra (bls. 20). Saman -
burður milli Grímu-útgáfunnar á ævisögu Guðrúnar Ketilsdóttur (bls.
153–157) og stafréttrar útgáfu Guðnýjar Hallgrímsdóttur (bls. 149–152) sýnir
gríðarlegan mun, enda þótt Jónas telji sig aðeins hafa „heflað“ burt „nokkur
klúryrði“ (bls. 153). Þessi ritstýring breytir eðli textans, eins og Jónas skilar
honum frá sér, og veldur því að hann gefur ekki þá beinu innsýn í óblíða
alþýðumenningu 18. og 19. aldar sem blasir við í stafréttu útgáfunni. Þetta
minnir á að sá ágalli eldri skráningarviðhorfa sem drepið er á hér að framan
hefur, eins og að vísu var þekkt, sagt til sín bæði við söfnun og útgáfu
alþýðlegs efnis, a.m.k. þar til gagnrýnni vinnubrögð Sigurðar Nordal tóku
að hafa áhrif (bls. 23). Þetta er hin heimildafræðilega hlið rannsóknarinnar
og er gagnlegt framlag í sjálfu sér.
Hin hliðin og sú fyrirferðarmeiri er síðan vinna Guðnýjar með textann
sjálfan. Þar nýtir hún sér aðferðafræði einsögunnar til að freista þess að
staðsetja að mestu óþekktan einstakling úr neðstu lögum samfélagsins í
félags- og menningarlegu umhverfi sínu og þar með „… lýsa upp veruleika
íslenskra alþýðukvenna á 18. og 19 öld …“ (bls. 31). Í aðferðafræðilegri pæl-
ingu sinni vekur hún líka áleitnar spurningar um túlkun, yfirfærslu og
almennt upplýsingagildi (representativitet) örtexta á borð við ævisögubrot
Guðrúnar Ketilsdóttur. Þar spyr hún m.a. hvort takmörkuð textabrot, sem
ritdómar198
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 198