Saga


Saga - 2014, Page 221

Saga - 2014, Page 221
hans hafi rakið fyrir honum. Þeir taka þar með undir með Þorvaldi Thoroddsen sem áleit trúgirnina hafa villt um fyrir höfundinum. En til skýringar nefna þeir einnig að ýkjur í verkum af þessu tagi hafi verið algengt stílbragð til að gera frásögn læsilegri og skemmtilegri (bls. 36 og 38). Lítum nú nánar á bók Andersons. Ritið er ekki ferðasaga, enda kom hann aldrei til Íslands. Anderson byggði frásögn sína að verulegu leyti á upplýsingum Íslandsfara en líka á fjölda rita, allt frá verkum eftir Pliníus eldra á 1. öld og Ísidór á 6. og 7. öld til samtímahöfunda Andersons. Eins og umsjónarmenn útgáfunnar benda á var Anderson upplýsingarmaður. Hann vildi fræða og skýra og verk hans líkist einna helst alfræðiriti; þar er gerð grein fyrir 114 atriðum sem varða náttúru og mannlíf á Íslandi og þar er margt athyglisvert. Má nefna umfjöllun um nýtingu þangs og skarfakáls, hvernig eldað er í hver, um dúnhreinsun, launverslun og umfang hennar og svo má áfram telja (bls. 82, 86, 88, 111 og miklu víðar). Að mörgu leyti er ritið sem sagt fróðleiksnáma eins og umsjónarmenn færa rök fyrir. En verkið er ekki aðeins uppspretta fróðleiks, því það veitir einnig mikl- ar upplýsingar um afstöðu til lands og þjóðar. Umsjónarmenn geta þess að Anderson hafi verið alræmdur fyrir hversu illyrtur hann var um lands- menn, og ekki aðeins þjóðina heldur einnig landið sjálft. Í aðra röndina lýsir hann því þannig að það sé eins og það hafi orðið fyrir bölvun drottins þar sem ekkert geti þrifist (bls. 65). Á hinn bóginn koma einnig fyrir frásagnir úr þveröfugri átt þar sem rætt er um gæði til lands og sjávar (bls. 115). Umsjónarmenn útgáfunnar hafa rétt fyrir sér að því leyti að Anderson finnst ekki mikið til Íslendinga koma. Hann lýsir þeim sem huglausum svo ekki sé hægt að nota þá í hernaði; einnig afar fávísum. Þá vilji þeir helst rot- inn mat, óþrifnaður sé hrikalegur og drykkjuskapur þeirra óstjórnlegur, einnig prestanna. Þá sé saurlífi og hórdómur með ólíkindum (sjá m.a. bls. 165, 172, 178, 183, 191–194 og 200). Ástandið á Íslandi var sem sagt ekki gott að mati Andersons og þegar hann leitar samanburðar er það helst hjá söm- um og Grænlendingum, en hann bendir einnig á að sumir hættir þeirra lík- ist því sem tíðkist í Arabíu og vísar í Marco Polo í því samhengi; Anderson var vissulega víðlesinn (bls. 173). Gleymum því þó ekki að Anderson getur einnig um jákvæða þætti í fari Íslendinga. Þeir séu hraustir og heilsugóðir og harðir af sér, ekki síst konurnar, og svo séu þeir góðir skákmenn (bls. 168–169 og 194). Lítum þá næst á rit þeirra Peerse og Blefkens; ólíkt Anderson var Peerse vafalaust hér á landi, trúlega kaupmaður frá Hamborg. Umfjöllun hans er um margt svipuð frásögn Andersons; landið er skelfilegt en hefur samt góðar hliðar. Fólkið er dæmalaust siðlaust, gefur börn sín hverjum sem hafa vill; þar liggja líka allir saman í einu fleti eins og skepnur. Svo leggur fólkið sér hræ til munns (bls. 234–241). Lýsing Blefkens er svipuð, enda byggir hann mikið á Peerse. Um Blefken er það að segja að höfundur þessara lína ritdómar 219 Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 219
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.