Saga - 2014, Síða 221
hans hafi rakið fyrir honum. Þeir taka þar með undir með Þorvaldi
Thoroddsen sem áleit trúgirnina hafa villt um fyrir höfundinum. En til
skýringar nefna þeir einnig að ýkjur í verkum af þessu tagi hafi verið
algengt stílbragð til að gera frásögn læsilegri og skemmtilegri (bls. 36 og 38).
Lítum nú nánar á bók Andersons. Ritið er ekki ferðasaga, enda kom
hann aldrei til Íslands. Anderson byggði frásögn sína að verulegu leyti á
upplýsingum Íslandsfara en líka á fjölda rita, allt frá verkum eftir Pliníus
eldra á 1. öld og Ísidór á 6. og 7. öld til samtímahöfunda Andersons. Eins og
umsjónarmenn útgáfunnar benda á var Anderson upplýsingarmaður. Hann
vildi fræða og skýra og verk hans líkist einna helst alfræðiriti; þar er gerð
grein fyrir 114 atriðum sem varða náttúru og mannlíf á Íslandi og þar er
margt athyglisvert. Má nefna umfjöllun um nýtingu þangs og skarfakáls,
hvernig eldað er í hver, um dúnhreinsun, launverslun og umfang hennar og
svo má áfram telja (bls. 82, 86, 88, 111 og miklu víðar). Að mörgu leyti er
ritið sem sagt fróðleiksnáma eins og umsjónarmenn færa rök fyrir.
En verkið er ekki aðeins uppspretta fróðleiks, því það veitir einnig mikl-
ar upplýsingar um afstöðu til lands og þjóðar. Umsjónarmenn geta þess að
Anderson hafi verið alræmdur fyrir hversu illyrtur hann var um lands-
menn, og ekki aðeins þjóðina heldur einnig landið sjálft. Í aðra röndina lýsir
hann því þannig að það sé eins og það hafi orðið fyrir bölvun drottins þar
sem ekkert geti þrifist (bls. 65). Á hinn bóginn koma einnig fyrir frásagnir
úr þveröfugri átt þar sem rætt er um gæði til lands og sjávar (bls. 115).
Umsjónarmenn útgáfunnar hafa rétt fyrir sér að því leyti að Anderson
finnst ekki mikið til Íslendinga koma. Hann lýsir þeim sem huglausum svo
ekki sé hægt að nota þá í hernaði; einnig afar fávísum. Þá vilji þeir helst rot-
inn mat, óþrifnaður sé hrikalegur og drykkjuskapur þeirra óstjórnlegur,
einnig prestanna. Þá sé saurlífi og hórdómur með ólíkindum (sjá m.a. bls.
165, 172, 178, 183, 191–194 og 200). Ástandið á Íslandi var sem sagt ekki gott
að mati Andersons og þegar hann leitar samanburðar er það helst hjá söm-
um og Grænlendingum, en hann bendir einnig á að sumir hættir þeirra lík-
ist því sem tíðkist í Arabíu og vísar í Marco Polo í því samhengi; Anderson
var vissulega víðlesinn (bls. 173). Gleymum því þó ekki að Anderson getur
einnig um jákvæða þætti í fari Íslendinga. Þeir séu hraustir og heilsugóðir
og harðir af sér, ekki síst konurnar, og svo séu þeir góðir skákmenn (bls.
168–169 og 194).
Lítum þá næst á rit þeirra Peerse og Blefkens; ólíkt Anderson var Peerse
vafalaust hér á landi, trúlega kaupmaður frá Hamborg. Umfjöllun hans er
um margt svipuð frásögn Andersons; landið er skelfilegt en hefur samt
góðar hliðar. Fólkið er dæmalaust siðlaust, gefur börn sín hverjum sem hafa
vill; þar liggja líka allir saman í einu fleti eins og skepnur. Svo leggur fólkið
sér hræ til munns (bls. 234–241). Lýsing Blefkens er svipuð, enda byggir
hann mikið á Peerse. Um Blefken er það að segja að höfundur þessara lína
ritdómar 219
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 219