Saga - 2014, Síða 242
það hafa tekist vel og finn hvergi marka fyrir skilum á milli frásagna þeirra.
Hér er líka mikill fróðleikur um fjölbreytilegt efni. Fjallað er um Kaup -
manna höfn og Danaveldi síðan á miðöldum, útlenda embættismannaliðið
sem konungur sendi til Íslands og þróun stjórnarstofnana á Íslandi, verslun
og samgöngur milli Hafnar og Íslands frá 15. öld til 20. aldar, siðaskipti og
afleiðingar þeirra, norræn og einkum íslensk fræði í Kaupmannahöfn,
félags starf Íslendinga í borginni, hermennsku, fangavist og einkum nám
Íslendinga í Kaupmannahöfn, sókn til framfara og sjálfstæðis Íslendinga allt
til 1918. Hér tel ég efnisatriði ekki upp í þeirri röð sem fjallað er um þau í
ritinu, enda er efninu skipt í megindráttum í tímabil á milli bindanna um
lok Napóleonsstyrjalda, 1814–1815. Kafli um náttúrurannsóknir 18. aldar
hefur þó af einhverjum ástæðum lent í síðara bindinu (II, bls. 265–278), þótt
það sé nokkru lengra.
Ekki fer hjá því að þeim sem hafa grúskað lengi í miðlægum efnis-
atriðum Íslandssögunnar finnist oft að þeir hafi lesið þessa sögu áður.
Höfundar styðjast líka mikið við yfirlitsrit og umfangsmikil fræðirit um
Íslandssögu, sum allgömul, Einokunarverzlun Dana á Íslandi eftir Jón Aðils,
Menn og menntir siðskiptaaldarinnar eftir Pál Eggert Ólason, Sögu Íslands frá
fimmta bindi til tíunda bindis. Hins vegar sakna ég nokkurra ágætra
fræðirita úr heimildaskrám. Hefði átt að nefna Haustskip Björns Th. Björns -
sonar þar sem fjallað er um íslenska fanga í höfuðborginni og flutning nokk-
urra þeirra norður á Finnmörk, sem drepið er á í ritinu (I, bls. 422–423). Ekki
er nefnd frábær bók Þóru Kristjánsdóttur um íslenska myndlist 16.–18. ald-
ar, Mynd á þili. Þar sem segir frá Thor Jensen (II, bls. 146) hefði átt að nota
ágæta bók Guðmundar Magnússonar, Thorsarana. Fleira mætti nefna.
Nýstárlegt sjónarhorn birtist eiginlega ekki fyrr en kemur að nývæðingu
19. aldar, verkmenntun og listmenntun hvers konar. Þá fyrst laust því niður
í huga minn að eiginlega hefði maður aldrei tekið fyllilega eftir því að allar
umtalsverðar nýjungar á Íslandi hefðu komið þangað frá Danmörku, ýmist
verið sóttar af Íslendingum eða fluttar til Íslands af Dönum. Í bókinni kem-
ur meðal annars fram að höfundar hafa tínt saman úr ýmsum áttum nöfn
680 íslenskra iðnaðarmanna sem voru við nám eða starf í Danmörku á ald-
arbilinu 1814–1918 (II, bls. 306). Mér finnst að höfundar (eða sá þeirra sem
kann að hafa unnið þetta verk) ættu að gefa út á bók æviskrár þessara
manna. Það gæti auðveldað á margan hátt könnun á nývæðingu Íslendinga.
Þegar lesanda finnst stórir hlutar bókanna helst til kunnuglegir stafar
það að nokkru leyti af því að of mikið af þeim gerist á Íslandi og of lítið í
Kaupmannahöfn. Hér eru til dæmis yfir 60 blaðsíður lagðar undir danska
og íslenska kaupmenn sem versluðu á Íslandi á 19. öld (II, bls. 79–142). Víða
er stungið inn einstökum efnisatriðum, sem leiða huga lesandans burt frá
öllu dönsku, á borð við það að franskt líknarfélag hafi reist þrjú sjúkrahús á
Íslandi á 19. öld (II, bls. 167). Þegar kemur að togveiðum Breta við Ísland,
síldveiðum Norðmanna og hvalveiðum Norðmanna er tilvist þeirrar starf-
ritdómar240
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 240